Sumarið handan við hornið

Nú fer að styttast ískyggilega mikið í sumarið og við í Alþjóðanefnd erum að missa okkur úr spenningi!
Í sumar koma 20 læknanemar hingað allstaðar úr heiminum og því vantar tengiliði fyrir þá. Að vera tengiliður fyrir skiptinema er mikið partý en þar að auki líka mjög áhugavert og spennandi að fá að kynnast læknanemum frá framandi löndum.

Hver skiptinemi dvelur á landinu í mánuð og á meðan þeirri dvöl stendur verður margt skemmtilegt gert sem tengiliðum er velkomið að taka þátt í líka. Hefðir eru fyrir að halda
-Alþjóðakvöld, þá deila skiptinemar mat og drykkjum frá sínu heimalandi
-Íslendingakvöld, þar sem við kynnum fyrir þeim íslenskan mat og drykkjuhefðir
-Helgarferð út á land
-Dagsferð að skoða áhugaverða staði
og miklu, miklu fleira. Einnig erum við opin fyrir hugmyndum hvernig við getum saman gert næsta sumar sem allra skemmtilegast!

Það sem skiptinemar þurf að gera er ekki mikið en það inniheldur allavega þetta:
– Vera í sambandi við skiptinemann áður en hann kemur til landsins og spurningum nemans ef þær eru einhverjar
– Sækja nemann við komu á BSÍ og keyra hann á staðinn þar sem hann mun dvelja
– Vera til halds og taks fyrir skiptinemann þurfi hann einhverja hjálp á meðan dvölinni stendur

Við viljum einnig minna á það þeir sem hafa verið tengiliðir ganga fyrir í val á skiptinámi næsta sumar svo að ef að þið stefnið á skiptinám þá er algjört möst að vera tengiliður í sumar! Því virkari sem tengiliðirnir eru svo, því fleiri stig og því hærri forgangur. En það er þó smáatriði miðað við þá skemmtun sem við lofum ykkur sem tengiliðum!

Umsóknin verða teknar fyrir með vísindaferðasniði svo að fyrstir koma, fyrstir fá! Skráning fyrir júlímánuðinn klukkan 19:00 á þriðjudegi, og fyrir tengiliði í ágústmánuði klukkan 19:00 á miðvikudaginn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s