Þrátt fyrir smá snjókomu annað slagið látum við nú ekki blekkjast, við vitum alveg að sumarið er handað við hornið og nú fer að líða að tengiliðaskráningu gott fólk!
Hingað til lands koma nokkrir skiptinemar í júlí og ágúst á hverju sumri og dvelja þeir á landinu í mánuð. Hver skiptinemi hefur sinn tengilið úr læknadeild og eru tengiliðirnir valdir með skráningu á laeknanemar.is. Á meðan á dvöl nemanna stendur verður margt skemmtilegt gert sem tengiliðir eru hvattir til að taka sem virkastan þátt í. Hefð eru fyrir að halda:
-Alþjóðakvöld, þar sem skiptinemar bjóða upp á mat og drykki frá sínu heimalandi
-Íslendingakvöld, þar sem við kynnum íslenskar matar og drykkjarhefðir fyrir nemunum
-Helgarferð út á land
-Dagsferð að skoða áhugaverða staði
-Vikuleg kaffihúsakvöld
Auk þessara föstu liða er alls konar önnur snilld í gangi og endalaust stuð! Hugmyndir og sjálfstætt framtak tengiliða til að gera dvöl nemanna enn betri eru virkilega vel séð.
Það sem ætlast er til af tengiliðum: -Vera í sambandi við skiptinemann áður en hann kemur til landsins og svara spurningum ef einhverjar eru
– Sækja nemann á BSÍ við komu og aðstoða hann við að komast þangað við brottför
– Vera til staðar fyrir skiptinemann, þurfi hann einhverja hjálp á meðan dvölinni stendur -Taka virkan þátt í viðburðum á vegum Alþjóðanefndar
Þeir sem taka virkan þátt í tengiliðastarfinu hafa forgang við val á skiptinámi út í heim næsta sumar. Því virkari sem tengiliðirnir eru svo, því fleiri stig fá þeir og þeim mun hærri verður forgangurinn. En það er þó smáatriði miðað við þá skemmtun sem við lofum ykkur sem tengiliðum!
Tengiliðaskráning mun verða með vísindaferðasniði næstkomandi miðvikudag (8.maí) kl. 17:00 og hvetjum við alla áhugasama snillinga að setja sig í stellingar fyrir þennan merkilega viðburð! Tilkynnt verður síðar um tímasetningu ágústskráningar.
kv.
Nefndin