Aðalfundur 2013

Hvað er betra en að eyða sumrinu á spítala í útlöndum? Alþjóðanefnd stendur fyrir slíkum nemendaskiptum á hverju sumri og íslenskum læknanemum stendur til boða að taka þátt. Núna á fimmtudaginn (24. október) verður haldinn aðalfundur nefndarinnar á Gamla Gauknum og hefjast herlegheitin kl 20. Fundurinn er í senn aðalfundur nefndarinnar, kynning á nemaskiptum til útlanda og bjórkvöld, en bjór verður á boðstólnum meðan birgðir endast.

Eftir að stuttlega hefur verið fjallað um störf nefndarinnar á síðasta ári munu reyndir útlandafarar stíga á stokk og segja frá ævintýrum sínum á erlendri grundu auk þess sem rætt verður um tækifæri annarra nema til nemendaskipta.

Þetta er fjör á bókstaflegum heimsmælikvarða sem enginn má missa af. Mættu!!!

kv
Alþjóðanefnd

TL;DR Aðalfundur alþjóðanefndar á fimmtudaginn kl 20 á Gamla Gauknum. Bjór á staðnum. Gaman. Mættu!!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s