Á næsta ári verður samnorræna ráðstefna FINO (Federation of International Nordic medical students’ Organisations) haldin á Íslandi. Þetta er árleg ráðstefna allra læknanemafélaga á Norðurlöndunum og er mikilvæg forsenda þess að góð samvinna sé milli læknanema á Norðurlöndum, fyrir utan það að vera stórskemmtilegur viðburður í alla staði. Ráðstefnan samanstendur bæði af samráðsfundum og af fyrirlestrum sem snúa að vissu þema sem ákveðið er fyrir hverja ráðstefnu.
Til að ráðstefna sem þessi megi ganga sem best er gott að hafa nokkra góða einstaklinga sem sjá um skipulagningu hennar. Þess vegna á nú að koma á fót 4-5 manna skipulagsnefnd. Nú þegar er lítið búið að gera þannig að þessi nefnd mun hafa frekar frjálsar hendur til að gera ráðstefnuna sem mest spennandi og skemmtilega.
Hlutverk nefndarinnar munu aðallega vera:
- Ákveða þema
- Skipuleggja fyrirlestra og fá fyrirtæki og fyrirlesara til að koma að ráðstefnunni
- Skipuleggja ferðalög og skemmtidagskrá
- Hafa samskipti við læknanemafélög á Norðurlöndunum varðandi skráningu o.s.frv.
- Skipulagning praktískra atriða (s.s. matur o.fl.)
- Vera með á ráðstefnunni og sjá um framkvæmd hennar
Þetta er skemmtilegt tækifæri til þess að taka þátt í norrænu samstarfi og halda skemmtilega og spennandi ráðstefnu. Auðvitað verður þessi skipulagsnefnd ekki alein í skipulagningu heldur verður alþjóðanefnd og FL þeim innan handar. Ef þú hefur áhuga mátt þú senda tölvupóst á mig, saer2@hi.is.
Fyrir hönd alþjóðanefndar, Sæmundur Rögnvaldsson 3. ári