FINO 2013

Dagana 7. til 10. nóvember síðastliðin fór fram ráðstefna Samtaka norrænna læknanema (Federation of International Nordic Medical Stundets, FINO). Ráðstefnan fór fram í Gadsbølle, í grennd við Óðinsvé í Danmörku.

Þema ráðstefnunna var “Siðferði í læknisfræði”. Fjallað var um málefni á borð við líffæragjafir, fóstureyðingar, líknardráp og önnur siðferðisleg álitamál sem eru ofarlega á baugi í læknisfræði. Fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Edith Mark, Bente Jespersen, Ole Johannes Hartling og Lillian Bondo. Þau hafa öll ríkulegan bakgrunn á sviði læknisfræðilegrar siðfræði og hafa þrjú þeirra þeirra gegnt setu í Siðanefnd Danmerkur (the Danish Council of Ethics).

Alþjóðanefnd sendi 6 fulltrúa á ráðstefnuna og auk þeirra sátu ráðstefnuna fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi. Ráðstefnan fór með eindæmum vel fram, eins og meðfylgjandi myndir bera vitnisburð um.

Group photo from FINO 2013

FINO2 FINO3

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s