Dagana 7. til 10. nóvember síðastliðin fór fram ráðstefna Samtaka norrænna læknanema (Federation of International Nordic Medical Stundets, FINO). Ráðstefnan fór fram í Gadsbølle, í grennd við Óðinsvé í Danmörku.
Þema ráðstefnunna var “Siðferði í læknisfræði”. Fjallað var um málefni á borð við líffæragjafir, fóstureyðingar, líknardráp og önnur siðferðisleg álitamál sem eru ofarlega á baugi í læknisfræði. Fyrirlesarar ráðstefnunnar voru Edith Mark, Bente Jespersen, Ole Johannes Hartling og Lillian Bondo. Þau hafa öll ríkulegan bakgrunn á sviði læknisfræðilegrar siðfræði og hafa þrjú þeirra þeirra gegnt setu í Siðanefnd Danmerkur (the Danish Council of Ethics).
Alþjóðanefnd sendi 6 fulltrúa á ráðstefnuna og auk þeirra sátu ráðstefnuna fulltrúar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og Eistlandi. Ráðstefnan fór með eindæmum vel fram, eins og meðfylgjandi myndir bera vitnisburð um.