Alþjóðnefnd kynnir lagabreytingatillögu.
Á síðasta aðalfundi Alþjóðnefndar fékkst undanþága til að fresta kosningu um hækkun bilateral gjalds vegna skiptináms á vegum nefndarinnar. Nú leggur nefndin til að gjaldið verði hækkað úr 32.000 kr. í 40.000 kr. Ástæða hækkunarinnar er í raun viðbragð við verðlagsbreytingum og auknum útgjöldum Alþjóðanefndar vegna skiptinámsins. Kosið verður um lagabreytingar tillöguna á fimmtudaginn eftir viku, 21. nóvember kl. 16.30 á fyrstu hæð í Læknagarði. Allir læknanemar sem hafa áhuga á málinu hvattir til að mæta, þar sem fundargestir hafa atkvæðisrétt. Athugasemdir við lagabreytinguna skal senda á netfangið eddapalsd@gmail.com viku fyrir fundinn og verður athugasemdunum svarað þar. Lagabreytingin verður samþykkt ef samþykki meirihluta fundargesta liggur fyrir.
Kveðja,
Alþjóðanefnd