Tengiliðaskráning fyrir sumarið 2014

Kæru læknanemar!
Nú er komið að því sem margir hafa beðið eftir!
Í dag og á morgun (7. og 8. maí) verður skráning til þess að verða tengiliður nú í sumar!
Hægt er að skrá sig sem tengiliður annaðhvort í júlí eða ágúst, en 11 tengiliðir komast að í júlí og svo 12 tengiliðir í ágúst.

En hvað er tengiliður og hvað þarftu að gera?
Hlutverk tengiliðs er að sækja skiptinemann sinn á BSÍ við komu og brottför og vera honum innan handar. Síðan eru alls kyns viðburðir um sumarið, til dæmis helgarferð, alþjóðakvöld o.fl. sem tengiliðir eru hvattir til þess að taka þátt í.
Það að vera tengiliður gefur þér ómetanlegt tækifæri til þess að kynnast öðrum læknanemum frá öllum hornum heimsins, einnig fá þeir sem eru virkir í tengiliðastarfinu forgang við val á skiptinámi sem þeir fara í seinna!

Nánari upplýsingar um tengliðastarfið (ásamt reynslusögum fyrrv. tengiliða) og skiptin má finna hér á heimasíðu alþjóðanefndar, www.imsic.org

Í stuttu máli:
Miðvikudaginn 7. maí klukkan 17 er tengiliðaskráning fyrir júlí
Fimmtudaginn 8. maí klukkan 17 er tengiliðaskráning fyrir ágúst

Alþjóðanefnd 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s