Helgarferð alþjóðanefndar 11. – 13. júlí

Sæl öll, hérna koma upplýsingar um helgarferðina í júlímánuði. Ráðgert er að fara næstu helgi, brottför á föstudegi en heimkoma á sunnudegi.

Föstudagur: lagt af stað frá Reykjavík og keyrt um Þingvelli í átt að Geysi. Þar verður tjaldað en hægt að borða og hafa það huggulegt inn í nærliggjandi sumarhúsi. Mikilvægt að allir séu með tjald og svefnpoka.  Um kvöldið getum við keyrt með skiptinemana upp að Gullfossi og sýnt þeim Hvítárgljúfur, grillað síðan og djammað eftir það.

Laugardagur: keyrt um hreppanna en þar er ýmislegt að sjá, t.d Þjórsárdalur, Hjálparfoss, Hrunalaug, Hekla, mögulega Háifoss (fer eftir hvernig bílum fólk er á) og fleira eftir tíma og veðri. Um kvöldið verður gist á Hamarsheiði í Gnúpverjahrepp. Þar eru 4 herbergi með tvíbreiðum rúmum, 2 tveggja manna herbergi og svefnloft sem tekur 5 manns. Ef okkur finnst of þröngt á þingi er líka hægt að gista á næsta bæ eða tjalda í garðinum. Á Hamarsheiði er grill og heitur pottur og reynt verður að slá pottametið frá því í fyrra.

Sunnudagur: Hestaferð á Stóra Núpi fyrir þá sem hafa áhuga. Mikilvægt að vera vel klæddur. Eftir það verður lagt af stað í bæinn. Ýmislegt hægt að skoða á leiðinni heim en við getum látið það ráðast eftir því hvað fólk hefur tíma í en sumir þurfa að komast á kvöldvakt á sunnudagskvöldinu. Ef þið hafið einhverjar spurningar eða athugasemdir varðandi þetta plan endilega hafa samband.

Sumarkveðjur,

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s