NorWHO ráðstefna 13. – 16. ágúst í Kaupmannahöfn

Óskað hefur verið eftir fulltrúum frá Íslandi til þess að fara dagana 13. – 16. ágúst til Kaupmannahafnar og taka þátt í NorWHO ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er: ,,Loftslagsbreytingar og heilsa”.

Ráðstefnan líkir eftir ráðstefnu (World Health Assembly) sem haldin er árlega af alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO). Þar fara ráðstefnugestir í hlutverk sendifulltrúa frá ríki í Sameinuðu þjóðunum (UN), sjálfstæðum alþjóðasamtökum (non-governmental organizations) eða lyfjafyrirtækjum. Síðan taka við samningaviðræður og hagsmunagæsla þar til ráðstefnan hefur samið ályktun sem hún sendir frá sér.

Vonir standa til að þáttakendur ráðstefnunnar átti sig betur á því hvernig mótun heilbrigðisstefnu fer fram og þeim ferlum sem þar liggja að baki. Á ráðstefnunni verða einnig haldnir fyrirlestrar og þjálfun á ýmsum þáttum í heilbrigðispólitík.

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu ráðstefnunnar eða á fésbókinni. Fresturinn til að greiða sig inn á ráðstefnuna rennur út 4. ágúst.

Sumarkveðjur, Alþjóðanefnd

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s