Kæru læknanemar, þá er ágústmánuður á enda og seinna skiptatímabilinu lokið.
Við viljum þakka kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í sumar og sérstaklega því duglega fólki sem voru tengiliðir. Að baki er metnaðarfullt prógram með fjölmörgum skemmtilegum ferðum og viðburðum. Við vonum að íslenskir læknanemar hafi myndað tengsl við skiptinemana sem haldast þó svo að þeirra skiptinámi sé lokið.
Einnig viljum við þakka Landspítala fyrir að taka á móti nemunum í júlí- og ágústmánuði og veita okkur aðstoð í að halda þessari starfssemi úti. Með því er hann að rækja skyldu sína sem háskólasjúkrahús og kynna sjálfan sig og íslenskt heilbrigðiskerfi fyrir verðandi læknum út í heimi.
Jafnframt gefur Landsspítali íslenskum læknanemum tækifæri að fara í skiptinám út í hinn stóra heim og afla sér reynslu og þekkingar. Nú eru þau hins vegar aftur komin heim til Íslands þar sem skólaárið er hafið hjá Læknadeild Háskóla Íslands.
Við munum eftir fremsta megni safna saman reynslusögum og ljósmyndum úr skiptináminu auk ljósmynda úr starfi sumarsins og bæta þeim inn á vefsíðuna á næstunni ykkur til fróðleiks og yndisauka!
Bestu kveðjur, Alþjóðanefnd