Kæru læknanemar!
Næsta sumar býðst einstakt tækifæri til þess að fara í skiptinám á vegum Alþjóðanefndar til fyrirheitna landsins. Bandaríkin hafa gríðarlega mikið upp á bjóða allt frá hvað bestu háskólasjúkrahúsum í heimi til fallegrar náttúru og heillandi menningar. Stefni svo einhver á að fara í sérfræðinám vestur um haf er heldur ekki vitlaust að afla sér nokkurra tengiliða og mögulega meðmælendur í landinu.
Skilafresturinn til þess að sækja um skiptin er kl. 23:59 þann 10. október næstkomandi og því er um að gera að hafa hraðar hendur. Senda skal póst á imsiciceland@gmail.com þar sem tekið er fram bæði nafn, kennitala og námsár. Skilyrði fyrir skiptináminu má finna hér og sé eitthvað óljóst ekki hika við að hafa samband.
,,
– Alþjóðanefnd