Skiptinám til Bandaríkjanna næsta sumar

Kæru læknanemar!

Næsta sumar býðst einstakt tækifæri til þess að fara í skiptinám á vegum Alþjóðanefndar til fyrirheitna landsins. Bandaríkin hafa gríðarlega mikið upp á bjóða allt frá hvað bestu háskólasjúkrahúsum í heimi til fallegrar náttúru og heillandi menningar. Stefni svo einhver á að fara í sérfræðinám vestur um haf er heldur ekki vitlaust að afla sér nokkurra tengiliða og mögulega meðmælendur í landinu.

Skilafresturinn til þess að sækja um skiptin er kl. 23:59 þann 10. október næstkomandi og því er um að gera að hafa hraðar hendur. Senda skal póst á imsiciceland@gmail.com þar sem tekið er fram bæði nafn, kennitala og námsár. Skilyrði fyrir skiptináminu má finna hér og sé eitthvað óljóst ekki hika við að hafa samband.

,,Take it easy
Alþjóðanefnd

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s