Heil og sæl!
Nú um helgina verður haldin samnorræn ráðstefna læknanema, FINO, á Úlfljótsvatni. Í ár verður þema ráðstefnunnar “Nýting erfðafræði í læknisfræði” og von er á tæplega 50 læknanemum frá Norðurlöndunum hingað til lands.
Nú stendur íslenskum læknanemum til boða að koma á ráðstefnuna. Boðið er upp á gistingu, mat, fræðslu og skemmtun gegn vægu gjaldi, 2500 kr/dag.
Dagskrá ráðstefnunnar hefst föstudagsmorguninn 7. nóvember og munu okkar fremstu vísindamenn á sviði erfðalæknisfræðinnar fræða okkur og ræða klínísk, fræðileg og siðfræðileg vandamál sem við gætum staðið frammi fyrir í náinni framtíð.
Á föstudags- og laugardagskvöld er í boði skemmtun fram á rauða nótt. Ekki gleyma illmennabúningnum og rúllukragapeysunni.
Fyrir þá sem hafa áhuga, sendið póst á finoconference2014@gmail.com.
Við svörum öllum spurningum hið snarasta
Kveðja,
FINO nefndin