Hæ öllsömul
Nú er kalt úti og þess vegna tilvalið að ylja sér við tilhugsunina um sumar, sól og fjarlæg lönd. Þess vegna ættuð þið að skella ykkur á aðalfund Alþjóðanefndar sem verður haldinn næstkomandi fimmtudag á Hressó kl. 20.
Ekki spillir fyrir að það verður boðið upp á vínveitingar.
Ennfremur er laus samningur til Möltu næsta sumar. Umsóknartímabil fyrir forgangshóp er til 31. nóv og fyrir alla aðra eftir það.
Hlökkum til að sjá ykkur öll 🙂