Tengiliðaskráning fyrir sumarið 2015

Jæja, þá er komið að því!

Næstkomandi þriðjudag 28. apríl og miðvikudag 29. apríl fer fram tengiliðaskráning Alþjóðanefndar fyrir næsta sumar. Skráningin fer fram inni á http://www.laeknanemar.is/ og verður á sama formi og venjuleg vísó skráning. Í fyrra myndaðist biðlisti í tengiliðaskráningunni, svo það er um að gera að vera snöggur að skrá sig. (ATH. að biðlistakerfið á http://www.laeknanemar.is/ virkar ekki, svo miðað er við efstu einstaklinga á lista, 10 í júlí og 9 í ágúst).
Þeir sem hafa áhuga á því að fara í sjálfir í skiptinám eru sérstaklega hvattir til að skrá sig, því forgangsröðun í skiptinám ræðst af því hversu virkt fólk hefur verið í störfum Alþjóðanefndar.

Í sumar koma tveir hópar skiptinema, í annarsvegar júlí og hinsvegar ágúst. Það verða settar inn tvær tengiliðaskráningar, ein fyrir hvorn mánuð:

  • Júlí: skráning hefst þriðjudag 28. apríl kl. 17:00
  • Ágúst: skráning hefst miðvikudag 29. apríl kl. 17:00

Ef fólk vill má skrá sig á báða mánuði, en þá verður að velja einn mánuð eftir að skráningu er lokið.

Hver skiptinemi dvelur á landinu í mánuð og á meðan þeirri dvöl stendur verður margt skemmtilegt gert sem tengiliðir eru endilega beðnir um að taka þátt í líka. Hefðir eru fyrir að halda

  • Alþjóðakvöld, þá deila skiptinemar mat og drykkjum frá sínu heimalandi og prófa íslenskan mat
  • Helgarferð út á land
  • Dagsferð að skoða áhugaverða staði
  • Fimmtudagsbjórkvöld í hverri viku

og margt fleira. Einnig erum við opin fyrir hugmyndum hvernig við getum saman gert næsta sumar sem allra skemmtilegast!

Það sem tengiliðir þurfa að gera:

  • Vera í sambandi við skiptinemann áður en hann kemur til landsins og svara spurningum nemans ef þær eru einhverjar
  • Sækja nemann við komu á BSÍ og keyra hann á staðinn þar sem hann mun dvelja (ath. ef þið getið af einhverjum völdum ekki sótt nemann þurfið þið að biðja einhvern annan)
  • Vera skiptinemanum innan handar þurfi hann einhverja hjálp á meðan dvölinni stendur
  • Reyna að mæta á sem flesta viðburði (og þá helst helgarferðina)
  • Reyna að hitta nemann eitthvað utan skipulagðra atburða, t.d. í sund eða ísbíltúr
  • Keyra nemann á BSÍ í lok dvalar

Helgarferðin í júlí er 10.-12. og í ágúst 14.-16. svo skrifið það inn í dagatalið ef þið skráið ykkur á þá mánuði!

Ef þið viljið lesa ykkur betur til um hvað felst í því að vera tengiliður, þá er er það hægt á https://imsic.org/tengilidir/hvad-er-tengilidur/ og reynslusögur eldri nema af tengiliðastarfinu má finna á https://imsic.org/tengilidir/reynslusogur/

tl;dr: Tengiliðaskráning Alþjóðanefndar á þriðjudag kl. 17 og miðvikudag kl. 17 á http://www.laeknanemar.is/

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s