Hér má sjá lagabreytingatillögur fyrir aðalfundinn næstkomandi 8. október. Við leggjum til nýja umorðaða grein 8. Inntakið er svipað því sem áður var en framsetningin er vonandi skýrari ásamt nokkrum breyttum áherslum.
- 8.1 Alþjóðanefnd áskilur sér rétt til að ákveða heildarfjölda samninga ár hvert og hlutfall einhliða og tvíhliða samninga.
- 8.2 Umsóknartímabil skiptist í þrennt:
- 8.2.1. Tímabil eitt: Umsækjendur geta óskað eftir því að fulltrúar Alþjóðanefndar geri samning fyrir þá á ágústfundi IFMSA við eitt af þremur tilgreindum löndum á umsókninni. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
- 8.2.2. Tímabil tvö: 1. – 30. nóvember geta umsækjendur í forgangshópi sótt eftir lausum skiptasamningum. Til þess hóps teljast þeir sem hafa verið tengiliðir eða aðstoðað við starf Alþjóðanefndar læknanema á annan hátt. Þetta á einnig við um virka nefndarmeðlimi Alþjóðanefndar sem hafa hug á að fara í skipti.
- 8.2.3. Tímabil þrjú: 1. desember – 31. janúar geta umsækjendur ekki í forgangshópi sótt um lausa samninga.
- 8.3 Stjórnarmeðlimir forgangsraða umsækjendum eftir virkni í starfi nefndarinnar. Þar er farið eftir flokkum sem tilteknir eru í röð minnkandi mikilvægis í grein 8.3.1. Einungis ef að tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnir í fyrsta flokknum er litið til þess næsta. Séu þeir einnig jafnir í þeim flokk er litið til þess næsta og svo koll af kolli.
- 8.3.1. a) Viðkomandi er fyrrverandi eða núverandi meðlimur í stjórn alþjóðanefndar og hvernig gekk það, b) er viðkomandi búinn að vera tengiliður og hvernig gekk það, c) hefur viðkomandi hjálpað alþjóðanefnd í hennar starfi með öðrum hætti, d) hefur viðkomandi farið í skipti áður, e) starfað með Félagi Læknanema eða samstarfsfélögum þess, f) námsár í læknisfræði.
- 8.3.2. Sæki tveir eða fleiri nemendur á sama stað í forgangsröðun um óafgreiddan samning er úrskurðað með hlutkesti hver þeirra hlýtur samninginn.
- 8.4. Úthlutunarreglur fyrir umsóknartímabil, sbr. grein 8.2.
- 8.4.1. Fyrsta umsóknin er tölvupóstur til útskiptastjóra sem inniheldur a) nafn nemanda og á hvaða ári hann/hún er, b) þrjú lönd sem nemandinn vill helst fara til sett í 1., 2. og 3. sæti og c) útlistun á virkni í nefndinni eða á öðrum atriðum sem gætu ákvarðarð forgangsröðun umsækjanda. Umsóknin telst afgreidd 24 klukkustundum eftir tölvupósturinn hefur borist inn á netfang útskiptastjóra.
- 8.4.2. Umsóknaraðilar sem sækja um innan 24 klst tímaramma teljast hafa sótt um á sama tíma.
- 8.4.3. Afgreiddar umsóknir verða ekki ógildar sæki nemandi sem ofar er í forgangsröðun um skipti í því landi sem samningur á við.
- 8.5. Niðurfelling skipta:
- 8.5.1. Hafi umsækjendur fengið úthlutað samning er honum frjálst að segja honum upp og skal það gert með tölvupósti til útskiptastjóra. Slíkt skal gert með sem lengstum fyrirvara áður en ráðgerð skipti hefjast. Við slíkar aðstæður á umsækjandi ekki rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.5.2. Falli skiptin niður að óskum viðkomandi lands (hosting country) á umsækjandi rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.5.3.Komi upp óhjákvæmilegar aðstæður sem orsaka að fella verður niður skiptin verður málið tekur upp á stjórnarfundi alþjóðanefndar og rætt m.t.t. endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.6 Úthlutunarreglur fyrir niðurfellda samninga, sbr. grein 8.5.
- 8.6.1. Við auglýsingu samninga sem losna vegna niðurfellingar skipta skal vera tilgreindur umsóknarfrestur. Þegar að honum lýkur eru umsóknir teknar fyrir og ákvörðun hver hlýtur samningin skal fylgja grein.
- 8.7. Umsóknargjald fyrir samninga (bæði einhliða og tvíhliða) er 24.000 kr. og skulu greiðast strax eftir að samningar hafa verið samþykktir af viðkomandi landi. Skiptinemar greiða svo staðfestingargjald áður en skiptatímabil hefst sem nemur 16.000 kr. Séu tilskilin gjöld ekki greidd á réttum tíma áskilur Alþjóðanefnd sér rétt til að rifta samningnum.
- 8.8. Afgreiða verður umsókn um skipti næstkomandi sumars fyrir 31. janúar.
- 8.9. Vafaatvik eru metin af stjórn Alþjóðanefndar læknanema og hún úrskurðar í þeim á almennum stjórnarfundi, með kosningu innan stjórnar ef þörf krefur.
Kjærar þakkir 😉