Sumarið í máli og myndum

11888586_10207662790230120_340152692386263121_oMynd tekin í helgarferðinni í ágúst.

Við í alþjóðanefnd tókum á móti sautján skiptinemum sumarið 2015, átta komu í júli og níu í ágúst. Landspítalinn útvegaði okkur húsnæði í starfsmannahúsi Klepps líkt og árið áður. Fimmtudagsbjórkvöldin voru vikulegur viðburður og farið var með báða hópa í dagsferð og helgarferð út á land. Júlíhópurinn fór með okkur á Snæfellsnes. Ágústhópurinn fór með okkur til Vestmannaeyja.

IMG_1011
 Júlíhópurinn á leið á Snæfellsnes.

IMG_9837Miðnætursund á Snæfellsnesi

11930818_972205282832131_6564711039220431277_oÁgústhópurinn11950230_972205176165475_6761902061396397976_o

Móttaka skiptinemana væri ekki möguleg ef ekki væri fyrir allt það frábæra fólk sem kemur að starfinu – við viljum þakka tengiliðunum sérstaklega fyrir þátttökuna í sumar. Ekki má gleyma Landspítalanum sem gerir skiptin möguleg.

AM2015

IMG_9996-2Við sendum þrjá fulltrúa frá Alþjóðanefnd á AM2015 sem haldið var í Makedóníu í ágúst. Árni Johnsen, Bjarni Rúnar Jónasson og Aðalheiður Elín Lárusdóttir fóru á vegum alþjóðanefndar. AM er árleg ráðstefna IFMSA sem eru alþjóðleg samtök læknanema um heim allan. Í fyrsta sinn fór einnig fulltrúi frá Lýðheilsufélagi læknanema, Íris Kristinsdóttir, með á AM. Alþjóðanefnd gerði 22 tvíhliða samninga um skipti næsta sumar til fjölmargra landa. Tuttugu voru eftir ósk íslenskra læknanema en einnig voru gerðir tveir til Sviss og Möltu – umsókn um þá verður auglýst síðar.

Fulltrúar Íslands á AM á leið til Makedóníu

 

Bingó

IMG_0114Bingó var haldið 24.september á Stúdentakjallaranum til að fjármagna störf nefndarinnar. Stórskemmtilegt kvöld í alla staði, fyrirtaksmæting læknanema og annarra! Árlegt bingó Alþjóðanefndar er komið til að vera.

Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Alþjóðanefndar næstkomandi fimmtudag!

-Alþjóðanefnd

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s