Alþjóðanefnd birtir hér með markmið sín fyrir komandi starfsár. Þetta er í fyrsta skiptið sem við setjum okkur markmið sem þessi. Það er gert til þess að skerpa á vinnulagi og stefnu nefndarinnar fyrir komandi tíma. Víða erlendis hafa læknanemafélög kappkostað að hafa bæði skammtímamarkmið fyrir næstu misseri en einnig langtímamarkmið sem ná ef til vill 5 ár fram í tímann. Með því næst bæði að ramma inn starfseminu en einnig skilgreina gildi félagsins og hvert skal vera hlutverk þess til framtíðar. Til þess að slík vinna verði árangursrík er mikilvægt að sem flestir komi að og komi með sitt innlegg í umræðuna. Vonandi mun okkur auðnast að gera það síðar meir.
Svipuð vinna hefur nú þegar hafist hjá FL og við skorum á önnur félög læknanema að gera slíkt hið sama. Oftar en ekki er hlutverk viðkomandi félags skilgreint í tilsvarandi lagabálki en í markmiðasetningu sem þessari (strategic planning) felst jafnframt í einhvers konar mat eða úttekt á stöðu og tækifærum félagsins auk annarra þátta sem eðlilegt er að finna ekki í lagasafni.
Við vonum að þið verðið ánægð með þetta. Þetta er birt með fyrirvara um breytingar.
Markmiðin má nálgast í meðfylgjandi vefslóð: