Kæru læknanemar!
Nú styttist í að gerðir verða samningar fyrir skipti á vegum Alþjóðanefndar fyrir sumarið 2017. Þeir sem hafa áhuga á því að fara í skipti sumarið 2017 geta sent tölvupóst á imsic@imsic.org með eftirfarandi upplýsingum:
– Nafn og námsár
– Top 3 lönd sem þú vilt fara til (í röð eftir því hvert þú vilt mest fara)
– Þátttaka í störfum Alþjóðanefndar (hvort og hvenær þú hefur verið tengiliður, o.s.fv.)
Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Ef þið hafið spurningar varðandi umsóknir ekki hika við að senda spurningar á fulltrúa ykkar árs í Alþjóðanefnd 🙂
Eins og flestir vita hafa þeir forgang sem hafa tekið virkan þátt í starfi Alþjóðanefndar sem tengiliðir eða með öðrum hætti, en við hvetjum alla áhugasama um að láta okkur vita um draumaáfangastaðinn og við gerum okkar besta til að láta draum þinn um skipti rætast.
Nánar um úthlutnarreglur á samningum: https://imsic.org/skiptinam/hvernig-kemst-eg-ut/
Þeir áfangastaðir sem eru í boði: http://ifmsa.org/exchange/explore/nmo/list
Exchange conditions fyrir lönd: http://ifmsa.org/exchange/scope/explore/exchange-conditions