Kæru læknanemar!
Nú fer mjög góðu starfsári alþjóðanefndar að ljúka. Aðalfundur alþjóðanefndar verður haldinn 29. september næstkomandi. Nánari staðsetning kemur síðar.
Fyrirhuguð fundardagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg. Þar ber að nefna kynningu á starfinu, skýrslu formanns og uppgjör reikninga. Svo verða stórskemmtilegar reynslusögur um skipti sumarsins sem enginn ætti að missa af!
Boðið verður upp á drykki.
Alþjóðakveðjur!