Skiptinám – Sumarið 2018

Kæru læknanemar!

Nú styttist í að gerðir verða samningar fyrir skipti á vegum Alþjóðanefndar fyrir sumarið 2018. Þeir sem hafa áhuga á því að fara í skipti sumarið 2018 geta sent tölvupóst á neo@imsic.org með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn og námsár
  • Top 3 lönd sem þú vilt fara til (í röð eftir því hvert þú vilt mest fara)
  • Þátttaka í störfum Alþjóðanefndar (hvort og hvenær þú hefur verið tengiliður, o.s.fv.)
  • Ein setning um að þú hafir lesið reglur viðkomandi landa sem þú ert að sækja um og að þú uppfyllir skilyrði (námsár, tungumálakunnáttu ofl.)

Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Ef þið hafið spurningar varðandi umsóknir ekki hika við að senda spurningar á fulltrúa ykkar árs í Alþjóðanefnd 🙂

Eins og flestir vita hafa þeir forgang sem hafa tekið virkan þátt í starfi Alþjóðanefndar sem tengiliðir eða með öðrum hætti, en við hvetjum alla áhugasama um að láta okkur vita um draumaáfangastaðinn og við gerum okkar besta til að láta draum þinn um skipti rætast.

Svona skiptinám er algjör snilld og rosaleg lífsreynsla svo ég mæli eindregið með að allir fari í skipti einhvern tímann í náminu! Nýtið endilega þetta frábæra tækifæri til að kynnast nýrri menningu, landi og heilbrigðiskerfi.

Endilega lesið reynslusögurnar sem eru á heimasíðunni okkar imsic.org eða hafið samband ef þið hafið land í huga og við látum ykkur vita hvort það er einhver reynsla á viðkomandi landi.

Nánar um úthlutnarreglur á samningum: https://imsic.org/skiptinam/hvernig-kemst-eg-ut/

Þeir áfangastaðir sem eru í boði: http://ifmsa.org/exchange/explore/nmo/list

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s