Guðrún Arna Jóhannsdóttir

Nafn nemanda: Guðrún Arna Jóhannsdóttir
Staðsetning: Svíðþjóð, Lundur
Skóli: Universitetssjukhuset í Lundi, Biomedical Center (BMC)
Nafn leiðbeinanda: Stefán Karlsson, Pekka Jaako

Heiti verkefnis: Designing and cloning of short hairpin RNAs into a retroviral vector.

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Verkefnið var í sameindalíffræði og genalækningum og rannsakaði ég hvernig hægt væri að koma litlum genabútum (shRNA – short hairpin RNA) fyrir í plasmíðum sem svo væri hægt að setja í genaferjur, s.s. vírusa til að koma því inn í erfðamengi tilraunamúsa með ákv sjúkdóm (í mínu tilviki Diamond Blackfan anemia). Þá ætti þessi genabútur að framkalla gene-knockout á geni músarinnar sem veldur sjúkdómnum. Þetta ferli kallast RNA interference (RNAi).
Þar sem þetta er stórt verkefni í heild fólst mitt hlutverk einungis í því að koma mismunandi shRNA inn í plasmíðin sem svo væri hægt að nota til áframhaldandi rannsókna. Þetta var mikil nákvæmnisvinna og krafðist talsverðs undirbúnings áður en ég gat byrjað að vinna með sjálfar græjurnar og efnin. Þurfti t.d. að reikna út nákvæmlega hvað ég þyrfti mikið af hverju og hversu langan tíma hvert skref í ferlinu tæki, s.s. að rækta bakteríur sem fjölfölduðu genabútana, rafdraga og gera PCR.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Bróðir minn bjó í Lundi á þessum tíma og vissi af Stefáni og pabbi minn þekkti hann líka vel. Ég sendi svo Stefáni e-mail og tók hann vel í þetta. Það er mikið af nemum á rannsóknarstofunni hans.

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Ég var með ungan doktorsnema sem aðalleiðbeinanda en Stefán fylgdist vel með og setti markmið verkefnisins. Mér gekk vel að vinna með leiðbeinendunum, mér var vel tekið alls staðar og mér leið vel. Mér fannst gaman að rannsóknarvinnunni en mjög krefjandi. Verkefnið dýpkaði mikið skilning minn á sameindalíffræði og erfðafræði og mér fannst gaman að hella mér á kaf í þetta eftir preklíníska námið áður en það klíníska byrjaði.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Það er gaman fyrir unga nema að nýta tækifærið og fara til útlanda og sjá e-ð nýtt. Líka hægt að nota helgarfríin til ferðalaga og læra ný tungumál sem spillir ekki fyrir. Ég held að það hvetji marga til að láta til skarar skríða ef Alþjóðanefnd hjálpar til við að komast út.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s