Rakel Ingólfsdóttir

Nafn nemanda: Rakel Ingólfsdóttir
Staðsetning: Lund, Svíþjóð
Skóli: Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Lund University
Nafn leiðbeinanda: Martin L. Olsson og Annika Hult

Heiti verkefnis: Flow Cytometric Assessment of Carbohydrate Histo-bolld Group Expression on Leucocyte Subpopulation.

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Notaði flæðifrumusjá (e. flow cytometry) til að magngreina gróflega tjáningu A, B, Pk, P og P1 mótefnavaka á mismunandi undirhópum HBK.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima).
Fékk tölvupóstfang Martins frá Íslendingi sem vinnur á háskólasjúkrahúsinu í Lundi, efnafræðingur að mig minnir. Hafði svo beint samband við Martin og fékk jákvæð svör varðandi rannsóknarvinnu.

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Var í raun ekki í neinu sambandi við skólann. Var allan tíman í Blodcentralen sem er hluti af háskólasjúkrahúsinu. Leiðbeinandinn var alveg pottþéttur enda „stór kall“ í haematologiu. Rannsóknarvinnan var vel skipulögð eins og Svíum sæmir. Það var vel tekið á móti mér og ég gat alltaf leitað eftir aðstoð hjá leiðbeinendum mínum sem og öðrum starfsmönnum Blodcentralen. Var í rannsóknarhóp sem hittist reglulega og ræddi verkefnin sem voru í gangi og var það áhugavert og hélt manni við efnið. Hélt í lok tímabilsins fyrirlestur um rannsóknina mína á sænsku fyrir rannsóknarhópinn og var það ágætis undirbúningur fyrir kynningu rannsóknarverkefnisins hér heima.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Sumarið kemur snemma í Lund 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s