Nafn nemanda: Bára Dís Benediktsdóttir
Staðsetning: Sviss, Zürich
Skóli: Háskólasjúkrahúsið í Zürich
Nafn leiðbeinanda: Franz E. Weber
Heiti verkefnis: Role of Periostin/Periostin-Like-Factor in BMP-2 induced osteoblastic differentiation.
Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Verkefnið bar heitið “Role of Periostin in BMP-2 induced osteoblastic differentiation”. Unnið á rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í rannsóknum á beinum. Verkefnið fólst meðal annar í ræktun á frumum og örvun með vaxtarþáttum ofl. Einnig framkæmd á PCR, Western blot og silencing með siRNA.
Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Fann e-mail á netinu hjá þeim sem sá um rannsóknir á háskólasjúkrahúsinu í Zürich og bað hann um að framsenda e-mailið mitt á alla þá sem honum fannst málið geta snert. Fékk svo e-mail til baka frá öðrum aðila (leiðbeinandanum mínum), sem var yfir rannsóknarstofu á sjúkrahúsinu.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Gaman að kynnast öðrum spítala og öðru landi. Mér líkaði mjög vel. Allir á rannsóknarstofunni vingjarnlegir og til í að hjálpa og svara spurningum.
Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég ákvað borg og land sem mig langaði að fara til. Ég reyndi að afla mér upplýsinga hér heima og hvort að einhver þekkti til íslensks læknis þar. Það bar engan árangur.
Ég hins vegar fann nokkur tölvupóstföng á netinu, bæði hjá sjúkrahúsum í borginni og á einka klíníkum. Fékk svar frá flestum stöðum og tölvupóstum var almennt tekið vel þó svo aðeins einn hefði haft verkefni að bjóða mér. Það sakar aldrei að senda e-mail 😉