Björn Einar Björnsson

Nafn nemanda: Björn Einar Björnsson
Staðsetning: Bandaríkin, Maryland, Baltimore
Skóli: Johns Hopkins University
Nafn leiðbeinanda: Dr. Andrew P. Feinberg

Heiti verkefnis: Looking for contributions of DNA methylation to the Pathogenesis of Schizophrenia.

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Allar frumur líkamans sama hvort heldur rætt er um vöðvafrumu eða taugafrumu innihalda sama erfðaefnið en eitt af þeim kerfum sem stjórnar því hvaða hluti erfðaefnis er notaður hverju sinni eru utangenaerfðir. Utangenaerfðamerki (s.s. DNA metýlering) geta aukið eða hindrað tjáningu gena eftir því hvar þau eru staðsett. Utangenaerfðamerki varðveitast við frumuskiptingu.
3. árs rannsóknarverkefnið mitt sneri að utangenaerfðum (e. epigenetics) og mögulegum þætti DNA metýleringa (einu af utangenaerfðamerkjunum) í meinmyndun geðklofa.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Stóri bróðir minn, Hans Tómas Björnsson, vann hjá Dr. Feinberg fyrir mörgum árum síðan. Í framhaldi tók Dr. Feinberg að sér tvo 3. árs nema í rannsóknarverkefni. Ég sendi Dr. Feinberg tölvupóst og spurði hvort hann ætti verkefni handa mér og svo reyndist vera.

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Ég kynntist spítalalífinu ekkert enda var ég í rannsóknarhluta skólans en sá hluti skólans þótti mér frábær, mikið af metnaðarfullu fólki sem var mjög hvetjandi og oft í viku voru fræðandi fyrirlestrar með afburðar fyrirlesurum víðs vegar að. Dr. Feinberg sjálfan hitti ég lítið en sú sem hélt utan um verkefnið mitt var Carolina Montaño, læknanemi sem var að vinna að doktorsgráðunni sinni (MDPHD), og var hún virkilega hjálpleg. Rannsóknarvinnan gekk vel enda tækja- og efnakostur afbragðsgóður.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég lenti í smá basli í byrjun með landvistarleyfi þrátt fyrir að hafa byrjað umsóknarferlið hálfu ári áður. Það sem tafði allt ferlið var að fá pappíra og gögn frá skólanum til að geta fengið landvistarleyfi til BNA því upphaflegt plan var að vera áfram úti yfir sumarið. Þetta endaði með eins mánaðar seinkun á brottför. Ég mæli með því við þá sem vilja gera rannsóknarverkefni úti í löndum að byrja nógu snemma að sækja um og ganga frá pappírum. Ef frekari upplýsinga er óskað, hafið samband í tölvupósti.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s