Nafn nemanda: Edda Karlsdóttir
Staðsetning: Kaupmannahöfn, Danmörk
Skóli: Háskólinn í Kaupmannahöfn (University of Copenhagen)
Nafn leiðbeinanda: Michael Danielsen
Heiti verkefnis: Staphylococcal Enterotoxin A: Binding to the Brush Border of the Small Intestine.
Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Hvernig Entertoxin A frá S.aureus binst í smáþörmunum.
Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Ég hafði samband beint við leiðbeinandann en ég hafði enginn fyrri tengsl við hann. Ég fór einfaldlega bara inn á heimasíðu KU og fann nokkur rannsóknarteymi og sendi yfirmanni hvers e-mail. Fékk svar frá tveimur og Michael bauð mér svo að koma.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Mér líkaði mjög vel að vera úti, það var vel haldið utan um mig og ég komst strax inn í góða rútínu. Ég mætti á hverjum degi á rannsóknarstofuna og var yfirleitt til svona þrjú/fjögur á daginn. Ég hafði góðan aðgang að leiðbeinandanum mínum sem var með skrifstofu á rannsóknarstofunni auk þess sem aðstoðarmaðurinn hans kenndi mér allar aðferðir sem ég þurfti að nota við rannsóknina. Leiðbeinandinn gaf mér mjög góðar og gagnlegar athugasemdir við gerð ritgerðarinnar og þó ég væri flutt heim áður en ég skilaði þá var ekkert mál að senda honum ritgerðina til yfirlesturs fyrir skil. Það var mjög gaman að leiðbeinandinn minn lagði líka mikla áherslu á að mér fyndist þetta vera mitt verkefni en ekki bara gert fyrir hann. Ég var að skoða eitthvað sem enginn annar hafði skoðað og það var virkilega spennandi, þó svo að tíminn sem ég hafði hafi ekki verið nægilegur langur til að fá afgerandi niðurstöður.
Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Mæli klárlega með því að vinna rannsóknarverkefnið úti, kjörið tækifæri til að víkka út sjóndeildarhringinn og tengslanetið.