Helga Harðardóttir

Nafn nemanda: Helga Harðardóttir
Staðsetning: Linköping, Svíþjóð
Skóli: Linköpings universitiet
Nafn leiðbeinanda: Tomas Faresjö

Heiti verkefnis: Caesarean Section and risk of disorders in childhood- A prospective cohort study.

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Verkefnið hét “Caesarean section and risk of disorders in childhood”. Þetta var sem sagt rannsókn á áhættum barna sem fæðast með keisara á ýmsum sjúkdómum, þá aðallega kannski asthma og ofnæmi þar sem flestar rannsóknir hafa kannað það. Fékk bara gagnagrunn sem ég vann úr. Þurfti ekki að fara í gegnum neinar sjúkraskrár eða svoleiðis. Svo mesti tíminn fór bara í að lesa aðrar greinar og svo skrifa ritgerðina, og svo tölfræði úr gögnunum sem ég var með.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Ég sendi email á einhverja 2-3 lækna sem ég fann á heimasíðu skólans en fékk engin svör. Þá hafði ég samband við leiðbeinanda minn, en það var í gegnum sambönd (hann var pabbi kærustu bróður kærasta systur minnar, smá flókið). Hann er sem sagt prófessor við læknadeildinga þarna í social medicine. Hann var með 2-3 verkefni sem ég gat valið úr.

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Þetta var bara fínt. Fékk herbergi þarna í einu húsi háskólans þar sem ég gat unnið verkefnið ef ég vildi. Leiðbeinandinn var með skrifstofu á sömu hæð þannig að það var mjög gott aðgengi að honum. Var ekkert að kynnast öðrum nemum eða svoleiðis, það voru engir aðrir nemar með herbergi þarna. Ég var sem sagt með sambönd í linköping og kynntist fólki í gegnum það, ekkert í gegnum rannsóknarvinnuna sjálfa. Mátti samt mæta í einhverja fyrirlestra sem leiðbeinandinn minn var að kenna ef ég vildi, mætti samt bara í einn svoleiðis.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ef einhverjir hafa áhuga á að fara til Linköping þá er hægt að finna lista á heimasíðu háskólans á rannsóknarverkefnum 3.árs nema þar undanfarin ár. Þar eru email leiðbeinandanna og þá sniðugt að hafa samband við einhvern þar. (ég vissi ekki af þessu áður en ég fór út sem sagt)
Hérna er linkurinn: http://www.hu.liu.se/lakarprogr/terminer/t6/redovisade-fordjupningsarbeten?l=sv

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s