Berglind Bergmann

Nafn nemanda: Berglind Bergmann
Staðsetning: Gautaborg, Svíþjóð
Skóli: Göteborgs Universitet
Nafn leiðbeinanda: Inger Gjertsson

Heiti verkefnis: Immune modulation in Staphylococcus aureus-induced arthritis by a combination of antibiotics and inhibition of Interleukin-15.

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Immune modulation in Staphylococcus aureus-induced arthritis by a combination of antibiotics and anti-IL-15 antibodies in mice: S. aureus-induced arthritis is often not satisfactorily treated with antibiotics, and must be combined with immunosuppression. The aim was to investigate the impact of IL-15 on osteoclastogenesis and as a treatment target in combination with antibiotics in S. aureus-induced arthritis. If proof-of-concept is achieved in the mouse model, we plan to investigate whether anti-IL-15 antibodies (Amgen) can be used in combination with antibiotics to treat S. aureus-induced arthritis in a small-scale trial in patients.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Ég tók þriðja árið mitt sem skiptinemi vid Sahlgrenska Academy, Göteborgs Universitet og hafði því kynnst umhverfinu. Eg hafði beint samband vid leiðbeinandann minn í gegnum tölvupóst og fékk eg strax jákvæd viðbrögd. Áður en ég hóf samskipti talaði eg við íslenskan lækni sem er ad sérhæfa sig i Gautaborg og fékk ábendingar ad góðum leiðbeinanda á því sviði sem eg hafði áhuga á. Ef þad hefði ekki gengid eftir hefði ég haft samband vid aðra lækna en aðgangur ad tölvupóstum þeirra er mjög góður a heimasíðu skólans, sem og við hvað þeir starfa.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Þetta er virkilega góður skóli og aðstaða. Þad er mikil rannsóknarvinna í gangi og þetta er mjög öflugt umhverfi. Leiðbeinandinn minn var frábær og ég hugsa ad ég gæti ekki verið ánægðari með tilhögun rannsóknarvinnunnar minnar.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Þad er krafist mikillar viðveru og þó vinnutímar hafi oftast verið innan skynsamlegra marka er rannsóknarvinnan oft þannig ad þú þarft ad mæta um helgar/kvöld og vinna mjög lengi í einu. Einnig þarf fólk ad hugsa sig um áður en þad fer út í svona verkefni um þad hvort þad hafi gaman að rannsóknarvinnu. Þú þarft ekki ad þekkja neinn til þess ad fara erlendis og vinna verkefni. Prófaðu bara ad senda tölvupóst!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s