Nafn nemanda: Ástríður Pétursdóttir
Staðsetning: Linköping, Svíþjóð
Skóli: Linköpings Universitet (LiU)
Nafn leiðbeinanda: Charlotta Enerback, Gunnþórunn Sigurðardóttir aðstoðarleiðbeinandi
Heiti verkefnis: Biomarkers for Cardiovascular Disease in Psoriasis Patients and Effects of Treatment.
Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Verið er að kanna tengsl milli psoriasis og áhættuþátta fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, með notkun immunohistochemistríu.
Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Hrein tilviljun í gegnum persónuleg tengsl. Gott að segja bara nógu mörgum frá því að mann langar að fara út og þá er aldrei að vita hvað flýgur í hendurnar á manni.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Mjög vel. Allir mjög hjálpsamir og vilja gera allt fyrir mig. Mikill skilningur sýndur á tímaskorti sem við íslensku nemarnir höfum miðað við sænska bs nema, og ég fékk því verkefni sem hentar akkúrat tímarammanum sem ég hef. Mjög skemmtilegt að fá að taka þátt í vinnunni á sjálfu labbinu og framkvæma eigin tilraunir.
Annað sem þú vilt koma á framfæri?