Bergljót Rafnar Karlsdóttir

Nafn nemanda: Bergljót Rafnar Karlsdóttir
Staðsetning: Bandaríkin / Baltimore MD
Skóli: Johns Hopkins University
Nafn leiðbeinanda: Dr. Kathleen Barnes

Heiti verkefnis: Genetic Variants in ST“ Previously Associated with Asthma are Associated with Asthma and sST2 Levels in Brazilian Population Living in an Area Endemic for Schistosoma mansoni.

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni:
Í mjög grófum dráttum er ég að vinna með DNA- og sermissýni (þynning, raðgreining, tölfræðiúrvinnsla etc) til að kanna samband mismunandi útgáfa ST2 viðtakans (IL1RL1) við astma og sýkingu með sníkjudýrinu Schistosoma mansoni í mismunandi kynþáttum.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Mamma mín vann á Hopkins fyrir mörgum árum, ég hafði samband við yfirmann deildarinnar sem hún var á (astma- og ónæmisfræðideild) og hann benti mér á nokkra aðila sem væru til í að taka nema í svona verkefni. Leiðbeinandinn minn þekkir mömmu og var til í að fá mig.

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Mig langaði til útlanda að stunda grunnrannsóknir og þetta er fullkominn staður til þess, rannsóknarstofurnar vel útbúnar og starfsfólkið frábært og boðið og búið að kenna manni. Ágætt að vera meðvitaður um að þar sem ég er í svona stuttan tíma þá er „mitt“ verkefni bara lítill hluti af öðru miklu stærra sem heilt rannsóknarteymi er að vinna að svo þetta er ekki jafnafmarkað og er kannski gert ráð fyrir á Íslandi. Ég sé lítið til aðalleiðbeinanda míns því hún er PI (principal investigator) og ver ekki miklum tíma inni á rannsóknarstofunni sjálfri en hún heldur samt mjög vel utan um allt og er snillingur.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Þetta venjulega, ef maður ætlar til Bandaríkjanna að byrja tímanlega að sækja um Visa og finna til pappíra sem skólinn þarf, skrifstofa viðkomandi
skóla veit allt um það. Þetta er stúss en bara í stuttan tíma og algjörlega þess virði að mínu mati. Ég var búin að redda öllu í sept/okt sem var óþarflega snemma en ég vildi vera með rúman tíma ef eitthvað skyldi koma upp á. Annars mæli ég 100% með því að fara út í rannsóknarverkefni, gríðarlega lærdómsríkt og skemmtilegt og bráðnauðsynlegt fyrir fólk með útþrá!
Endilega hafið samband ef eru einhverjar spurningar, brk10@hi.is.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s