Nafn nemanda: Andri Oddur Steinarsson
Staðsetning: Gautaborg, Svíþjóð
Skóli: Gautaborgarháskóli, Sahlgrenska háskólasjúkrahús
Nafn leiðbeinanda: Soffía Guðbjörnsdóttir, Araz Rawshani aðstoðarleiðbeinandi
Stutt lýsing á rannsóknarverkefni: Verið var að skoða hjarta- og æðakerfisáhættuþætti hjá ungu fólki nýgreint með týpu 2 sykursýki og bera það saman við fólk sem greinist eldra með sjúkdóminn. Einnig var skoðuð þróun þessara áhættuþátta yfir nokkura ára tímabil. Þetta var gert með því að nota upplýsingar úr stórum gagnagrunni sem innheldur upplýsingar um 95% af öllu fólki með sykursýki í Svíþjóð.
Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hér heima)
Ég vildi gera verkefni í Gautaborg vegna þess að einn besti vinur minn býr þar. Pabbi hans er læknir svo ég hafði samband við hann og bað hann um að finna verkefni handa mér. Hann talaði svo við Soffíu.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Ég var mjög lítið í háskólanum sjálfum og einnig lítið inná sjúkrahúsinu. Skrifstofur leiðbeinanda minna og mín voru í sér byggingu á háskólasvæðinu þar sem mikil önnur rannsóknarvinna er í gangi. Aðstaðan þar var hins vegar mjög góð. Ég bjó hjá fjölskyldu vinar míns meðan ég var úti og það var oft sem ég þurfti að lesa og skrifa, eitthvað sem hægt var að gera hvar sem er þannig ég vann líka mikið heima hjá þeim. Leiðbeinendurnir mínir og allt starfsfólkið í byggingunni þar sem þau vinna voru alveg frábær og vildu gera allt fyrir mig. Rannsóknarvinnan var skemmtileg, mikið að lesa og fræðast um sjúkdóminn og faraldsfræðina. Það þægilega var að ég þurfti ekki að eyða tíma í að safna gögnum í gagnagrunn því hann er nú þegar til staðar. Ég gat þess vegna strax farið í að vinna gagnaúrvinnslu og lesa og skirfa sem var mjög þægilegt.
Annað sem þú vilt koma á framfæri?