Nafn nemanda: Arna Ýr Guðnadóttir
Staðsetning: Uppsala, Svíþjóð
Skóli: Akademiska sjukhuset, universitetssjukhus i Uppsala
Nafn leiðbeinanda: Christer Janson og Inga Sif Ólafsdóttir
Heiti verkefnis: An investigation on the use of snus and its association with respiratory and sleep-related symptoms: a cross-sectional polulation study
Stutt lýsing á rannsóknarverkefni: Fékk í hendurnar stóran gagnagrunn þar sem ég skoðaði tengsl milli þess að nota munntóbak og vera með astma, loftvegaeinkenni og svefntruflanir.
Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hérna heima)? Ég hafði samband við Ingu Sif og fékk verkefnið í gegnum hana.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan? Ég var með aðstöðu á sjúkrahúsinu og leiðbeinandinn var á skirfstofunni beint á móti, það var algjör snilld. Ég gat leitað til hans hvenær sem er. Fólkið á deildinni var dásamlegt og tók mér opnum örmum. Rannsóknarvinnan var rosalega skemmtileg. Christer kenndi mér á tölfræðiforritið STATA sem þau nota og verkefnið gekk eins og í sögu. Skrifaði grein samfara ritgerðaskrifum sem var mjög næs því það er auðvelt að fresta því þegar ritgerðin loksins klárast.
Annað sem þú vilt koma á framfæri? Ég þekkti engan í Uppsala þegar ég fór út en var bent á að setja inn ‘‘auglýsingu‘‘ á Íslendingar í Uppsölum á facebook. Þar komst ég í samband við æðislega fjölskyldu, bjó hjá þeim og fékk fría gistingu í skiptum fyrir að passa strákinn þeirra sem var 4 ára. Mæli með því að fara út! Skapar kontakta og það er mjög þroskandi að þurfa að fóta sig aleinn í nýju landi!