Daníel Kristinn Hilmarsson

Nafn nemanda: Daníel Kristinn Hilmarsson
Staðsetning: Gautaborg, Svíþjóð
Skóli: Sahlgrenska Universitetssjukhuset
Nafn leiðbeinanda: Radu Constantinescu

Heiti verkefnis:
Autoimmune Encephalitis: A comparison of patients with anti-GAD and anti-NMDAR antibodies

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni: Rannsóknin mín snerist um að skoða nánar undirhópa Autoimmune Encephalitis tilfella í Gautaborg og bera saman til að finna mögulega sameiginlega eða aðgreinandi þætti milli hópa. Verkefnið var unnið upp úr gagnabanka úr þegar birtri grein.

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hérna heima? Ég er sonur læknis og ólst upp í kringum Gautaborg og þekki nokkra lækna á Sahlgrenska. Ég hafði samband við eina þeirra, sem er sérfræðingur í taugalækningum, og hún gaf mér beint samband við Radu.

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan? Sahlgrenska og Gautaborg eru algjör snilld og leið mér mjög vel á dvölinni. Radu er mjög vingjarnlegur og pottþéttur náungi. Hann gaf mér samband við tölvudeildina á Sahlgrenska og ég var kominn með öll leyfi. aðgang og aðstöðu til að fletta upp og skrifa áður en að ég mætti á staðinn. Hvert sem ég fór að skrifa, borða eða til að drepa tímann var ég alltaf velkominn og jafnvel boðið að koma með í brunch og picnick með aðstoðarlæknum. Radu hefur aldrei áður verið leiðbeinandi fyrir þetta B.Sc tímabil á Íslandi og rannsóknarvinnan var heldur yfirgripsmikil en áhugaverð og okkur gekk vel að stytta verkefnið að tímanum.

Annað sem þú vilt koma á framfæri? Ég mæli hiklaust með að fara út á B.Sc tímabilinu, bæði vegna reynslunnar sem maður fær en einnig tengsla sem maður getur myndað.