Hrafnhildur Bjarnadóttir

Nafn nemanda: Hrafnhildur Bjarnadóttir
Staðsetning: Denver, Colorado, USA
Skóli: University of Colorado Denver Anschutz Medical Campus
Nafn leiðbeinanda: Dr. Kathleen C. Barnes
Heiti verkefnis: Validating Genetic Associations of Asthma in The Consortium of Asthma
among African-ancestry Populations in the Americas
Stutt lýsing á rannsóknarverkefni: Rannsóknin mín var hluti af mun stærri rannsókn, CAAPA rannsókninni, þar sem verið var að rannsaka erfðabreytileika asthma hjá einstaklingum af afrískum uppruna. Mín rannsókn var svokölluð replication study þar sem markmiðið var að prófa, og þannig styrkja, niðurstöður CAAPA rannsóknarinnar með því að líkja eftir niðurstöðum rannsóknarinar í óháðu þýði.
Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hérna heima?):
Frænka mín vann sitt rannsóknarverkefni hjá sama leiðbeinanda árið 2013 þannig ég notaði þau tengsl til að fá mitt verkefni.
Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan? Mér fannst mjög gaman að fá að vinna inn á rannsóknarstofu og kynnast því hvernig sú vinna fer fram. Allir sem unnu á rannsóknarstofunni og allir í tölfræði- og gagnaúrvinnsluteyminu voru mjög hjálpsamir og kennsluglaðir. Verkefnið mitt var bara pínulítill hluti af stórri rannsókn þannig ég þurfti að temja mér soldið sjálfstæð vinnubrögð og vera virk í að leita mér upplýsinga og fá aðstoð. Leiðbeinandinn minn var mjög hvetjandi og hugsaði vel um mig.
Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Frábær reynsla! Mæli með!