Jóhanna Brynjarsdóttir

Nafn nemanda: Jóhanna Brynjarsdóttir
Staðsetning: Boston Children’s Hospital, Division of Infectious Diseases
Skóli: Harvard Medical School
Nafn leiðbeinanda: Paula I. Watnick MD PhD og Julie Liao PhD

Heiti verkefnis: Immunogenicity of a live-attenuated cholera vaccine using a biofilm matrix protein as an antigen presentation platform

Stutt lýsing á rannsóknarverkefni: Í mínu verkefni var ég að vinna með ónæmiskerfið og ónæmissvar við bóluefnum. Bóluefnið var fundið upp á rannsóknarstofunni sem ég var á og er hluti af stærra og sjúklega spennandi verkefni.
En ég fékk mikla þjálfun í ELISA og fékk að hjálpa til við að hanna staðlaða aðferð við að vinna sýnin. Ég var einnig að sjá um 10 mýs sem var ákveðin reynsla. Músunum var gefið bóluefnið undir svæfingu og svo sýnum safnað og þau unnin að fullu en þetta gerði ég allt saman sjálf undir góðri handleiðslu leiðbeinandans míns hennar Julie. Ég fékk mikla þjálfun alveg í 4-5 vikur og svo var ég orðin nokkuð sjálfstæður vísindamaður að sinna minni vinnu og vinna úr niðurstöðum. Við birtum svo grein á pubmed með niðurstöðunum mínum ásamt næstu skrefum sem ég tók þátt í að skipuleggja. Þar sem stóra hugmyndin er kynnt til sögunnar: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/29483163

Hvernig fékkstu rannsóknarverkefnið? (hafðir beint samband við skóla eða leiðbeinanda í landinu, var bent á leiðbeinanda/skóla af kennara/lækni hérna heima)? Ég vissi að ég vildi rannaska ákveðið efni innan bakteríufræðanna. Ég fann bara netfangið hjá konu sem var yfir labbi í Princeton sem mig langaði til að vera hjá, sendi henni svo bara geggjaðan tölvupóst. Hún svaraði mér að það væri því miður ekki pláss á hennar labbi, hún var búin að fylla allar stöður, en hvatti mig áfram í að leita að labbi sem hentaði mér – svo sú aðferð virkar alveg ef maður hefur passion fyrir einhverju ákveðnu.
En það var Ingibjörg Hilmarsdóttir, kennir sýklafræðina, var algjört ÆÐ og með dúndurkontakta fyrir migI! Hún sendi bókstaflega póst á manninn sem skrifaði bókina í sýklafræði og starfar hjá Harvard og hann sendi svo póstinn áfram á öll sýklafræði löbb í Harvard! Svo fékk ég tölvupóst þar sem mér voru boðin 3 verkefni í Harvard!!

Hvernig líkaði þér skólinn, leiðbeinandinn og rannsóknarvinnan?
Þetta var hörkuprógramm! En ég elska þessa reynslu ótrúlega mikið! Ég sat klíníska morgunfundi þrisvar í viku, fyrirlestra um nýjustu rannsóknir á bakteríu- og ónæmisfræðisviðunum þrisvar í viku og fékk að sitja fyrirlestra þar sem rokkstjörnur á þessum sviðum komu og kenndu 1x í viku í Harvard Medical School. Fékk svo tækifæri til þess að kynna póster á mini-ráðstefnu innan deildarinnar sem var ótrúlega dýrmæt reynsla.
Þess fyrir utan var ég á rannsóknarstofunni að hugsa um mýsnar og vinna sýni. Venjulegur dagur var 7:30-18:00 og svo nokkrir klukkutímar hér og þar um helgar og seint um kvöld ef þess þurfti.
Leiðbeinendurnir mínir voru ÆÐI! Ég fékk frábæra aðstoð við allt sem ég þurfti, kennslu í aðferðum ef ég var ekki nógu örugg með eitthvað og frábæra hjálp við yfirlestur ritgerðarinnar. Fékk meira að segja tækifæri til að kynna niðurstöður rannsóknarinnar á ensku þarna úti sem var ótrúlega góð reynsla.

Annað sem þú vilt koma á framfæri?
Ég er bara svo þakklát Dr. Watnick og Ingibjörgu fyrir að hafa trú á mér og gefið mér þetta tækifæri ég er ekki viss um að allir fái svona ótrúlega mikið út úr sínu Bs tímabili. Ef maður vill fá mikið út úr þessu þá eru tækifærin þar sem maður þorir að leita, the sky is definitely not the limit!