Um IFMSA

IFMSA (International Federation of Medical Students Associations) eru félagasamtök læknanema um heim allan sem tengjast samtökum s.s. World health organization (WHO), Sameinuðu þjóðunum og World Medical Association. Á þeirra vegum eru haldnar árlega tvær ráðstefnur, March meeting og August meeting. IMSIC sendir að öllu jafna fulltrúa á August meeting þar sem skiptasamningar eru gerðir.

Innan IFMSA starfa eftirfarandi vinnuhópar:

SCOPE (Standing Committe On Professional Exchange): Stúdentaskipti milli aðildalanda fara fram í þessum vinnuhópum og er þetta elsta og jafnframt fjölmennasta nefnd IFMSA. Starf Alþjóðanefnd lLæknanema (IMSIC) er fyrst og fremst innan þessa vinnuhóps.

SCORA (Standing Committe On Reproductive Health including AIDS): Unnið að öllu sem viðlítur kynheilbrigði, svo sem forvörnum gegn kynsjúkdómum og alnæmi og ótímabærum þungunum.
Sambærilegt félag hjá íslenskum læknanemum er Félag um forvarnarstarf læknanema, Ástráð sem beitir sér að sambærilegum málefnum í menntaskólum landsins, með fræðslu á jafningjagrundvelli.

SCOPH (Standing Committe On Public Health): Unnið að stefnumótun og fræðslu varðandi ýmis heilbrigðismálefni á alþjóðavísu, t.d. baráttu gegn reykingum.
Sambærilegt félag hjá íslenskum læknanemum er Lýðheilsufélag læknanema, sem stendur m.a. fyrir Bangsaspítalanum og Blóðgjaramánuðinum.

SCOME (Standing Committe On Medical Education): Unnið að bættri læknisfræðimenntun víðsvegar um heim.
Sambærilegt félag hjá íslenskum læknanemum er Kennslu- og fræðsluráð Félags Læknanema.

SCORE (Standing Committe On Research Exchange): Rannsóknarskipti á alþjóðavísu í styttri eða lengri tíma.

SCORP (Standing Committe On Refugees and Peace): Flóttamannahjálp og fræðsla í þróunarlöndum, ásamt baráttu fyrir friði í heiminum.

Að auki eru ýmis stök verkefni á vegum IFMSA. Sem dæmi má nefna:

  • Dying a Human Thing, verkefni sem miðar að þjálfun læknanema sem starfa með sjúklingum á dánarbeði.
  • ACTION (Asian Collaborative Training on Infectious Disease, Outbreak, Natural Disaster and Refugee Management), verkefni sem miðar að viðbragðsþjálfun læknanema við náttúruhamförum.
  • Daphne, verkefni sem miðar að fræðslu og þjálfun læknanema við að koma auga og takast á við heimilisofbeldi.

Eins og sjá má eru verkefni IFMSA mjög fjölbreytt og við hvetjum íslenska læknanema til að kynna sér starfsemi þeirra. Ef nemendur hafa áhuga á því að taka þátt í einhverjum þessara verkefna er Alþjóðanefnd boðin og búin að hjálpa eftir fremsta megni.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s