About imsic

Icelandic Medical Students International Committee

Lausir samningar fyrir sumarið 2016

Nú er komið að umsóknartímabili 2 fyrir lausa samninga. Það er frá 1.-30. nóvember og er fyrir nema sem hafa verið tengiliðir, eru í eða hafa verið í nefndinni eða tekið þátt í starfi nefndarinnar á annan hátt.

Núna eru 4 samningar lausir en löndin sem eru í boði eru Indónesía, Malta, Portúgal og Sviss.
Exchange condtions fyrir löndin:http://ifmsa.org/exchange/scope/explore/exchange-conditions

Gríðarleg áhugavakning hefur orðið á skiptum síðustu ár og næsta sumar fara á okkar vegum a.m.k. 19 nemar til fjögurra heimsálfa. Vilt þú slást í för með þeim? Þetta er gríðarlega góð reynsla og ótrúlega gaman.

Sækja skal um á netfangið neo@imsic.org og þarf þetta að vera í umsókninni:
a) nafn og ár.
b) þrjú lönd sem þú vill helst fara til sett í 1., 2. og 3. sæti.
c) útlistun á virkni í nefndinni eða á öðrum atriðum sem gætu ákvarðarð forgangsröðunina þína.

ATH Umsókn telst afgreidd 24 klukkustundum eftir að tölvupósturinn hefur borist. Þannig að um að gera að hafa hraðar hendur og sækja strax um

Ég vil benda á heimasíðu nefndarinnar, www.imsic.org, en þar má finna nánari upplýsingar um úthlutunarreglur ásamt reynslusögum fyrrir skiptinema og fleira

Kveðja
Alþjóðanefnd læknanema

Sumarið í máli og myndum

11888586_10207662790230120_340152692386263121_oMynd tekin í helgarferðinni í ágúst.

Við í alþjóðanefnd tókum á móti sautján skiptinemum sumarið 2015, átta komu í júli og níu í ágúst. Landspítalinn útvegaði okkur húsnæði í starfsmannahúsi Klepps líkt og árið áður. Fimmtudagsbjórkvöldin voru vikulegur viðburður og farið var með báða hópa í dagsferð og helgarferð út á land. Júlíhópurinn fór með okkur á Snæfellsnes. Ágústhópurinn fór með okkur til Vestmannaeyja.

IMG_1011
 Júlíhópurinn á leið á Snæfellsnes.

IMG_9837Miðnætursund á Snæfellsnesi

11930818_972205282832131_6564711039220431277_oÁgústhópurinn11950230_972205176165475_6761902061396397976_o

Móttaka skiptinemana væri ekki möguleg ef ekki væri fyrir allt það frábæra fólk sem kemur að starfinu – við viljum þakka tengiliðunum sérstaklega fyrir þátttökuna í sumar. Ekki má gleyma Landspítalanum sem gerir skiptin möguleg.

AM2015

IMG_9996-2Við sendum þrjá fulltrúa frá Alþjóðanefnd á AM2015 sem haldið var í Makedóníu í ágúst. Árni Johnsen, Bjarni Rúnar Jónasson og Aðalheiður Elín Lárusdóttir fóru á vegum alþjóðanefndar. AM er árleg ráðstefna IFMSA sem eru alþjóðleg samtök læknanema um heim allan. Í fyrsta sinn fór einnig fulltrúi frá Lýðheilsufélagi læknanema, Íris Kristinsdóttir, með á AM. Alþjóðanefnd gerði 22 tvíhliða samninga um skipti næsta sumar til fjölmargra landa. Tuttugu voru eftir ósk íslenskra læknanema en einnig voru gerðir tveir til Sviss og Möltu – umsókn um þá verður auglýst síðar.

Fulltrúar Íslands á AM á leið til Makedóníu

 

Bingó

IMG_0114Bingó var haldið 24.september á Stúdentakjallaranum til að fjármagna störf nefndarinnar. Stórskemmtilegt kvöld í alla staði, fyrirtaksmæting læknanema og annarra! Árlegt bingó Alþjóðanefndar er komið til að vera.

Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Alþjóðanefndar næstkomandi fimmtudag!

-Alþjóðanefnd

Lagabreytingatillögur 2015

Hér má sjá lagabreytingatillögur fyrir aðalfundinn næstkomandi 8. október. Við leggjum til nýja umorðaða grein 8. Inntakið er svipað því sem áður var en framsetningin er vonandi skýrari ásamt nokkrum breyttum áherslum.

 • 8.1 Alþjóðanefnd áskilur sér rétt til að ákveða heildarfjölda samninga ár hvert og hlutfall einhliða og tvíhliða samninga.
 • 8.2 Umsóknartímabil skiptist í þrennt:
  • 8.2.1. Tímabil eitt: Umsækjendur geta óskað eftir því að fulltrúar Alþjóðanefndar geri samning fyrir þá á ágústfundi IFMSA við eitt af þremur tilgreindum löndum á umsókninni. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
  • 8.2.2. Tímabil tvö: 1. – 30. nóvember geta umsækjendur í forgangshópi sótt eftir lausum skiptasamningum. Til þess hóps teljast þeir sem hafa verið tengiliðir eða aðstoðað við starf Alþjóðanefndar læknanema á annan hátt. Þetta á einnig við um virka nefndarmeðlimi Alþjóðanefndar sem hafa hug á að fara í skipti.
  • 8.2.3. Tímabil þrjú: 1. desember – 31. janúar geta umsækjendur ekki í forgangshópi sótt um lausa samninga.
 • 8.3 Stjórnarmeðlimir forgangsraða umsækjendum eftir virkni í starfi nefndarinnar. Þar er farið eftir flokkum sem tilteknir eru í röð minnkandi mikilvægis í grein 8.3.1. Einungis ef að tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnir í fyrsta flokknum er litið til þess næsta. Séu þeir einnig jafnir í þeim flokk er litið til þess næsta og svo koll af kolli.
  • 8.3.1. a) Viðkomandi er fyrrverandi eða núverandi meðlimur í stjórn alþjóðanefndar og hvernig gekk það, b) er viðkomandi búinn að vera tengiliður og hvernig gekk það, c) hefur viðkomandi hjálpað alþjóðanefnd í hennar starfi með öðrum hætti, d) hefur viðkomandi farið í skipti áður, e) starfað með Félagi Læknanema eða samstarfsfélögum þess, f) námsár í læknisfræði.
  • 8.3.2. Sæki tveir eða fleiri nemendur á sama stað í forgangsröðun um óafgreiddan samning er úrskurðað með hlutkesti hver þeirra hlýtur samninginn.
 • 8.4. Úthlutunarreglur fyrir umsóknartímabil, sbr. grein 8.2.
  • 8.4.1. Fyrsta umsóknin er tölvupóstur til útskiptastjóra sem inniheldur a) nafn nemanda og á hvaða ári hann/hún er, b) þrjú lönd sem nemandinn vill helst fara til sett í 1., 2. og 3. sæti og c) útlistun á virkni í nefndinni eða á öðrum atriðum sem gætu ákvarðarð forgangsröðun umsækjanda. Umsóknin telst afgreidd 24 klukkustundum eftir tölvupósturinn hefur borist inn á netfang útskiptastjóra.
  • 8.4.2. Umsóknaraðilar sem sækja um innan 24 klst tímaramma teljast hafa sótt um á sama tíma.
  • 8.4.3. Afgreiddar umsóknir verða ekki ógildar sæki nemandi sem ofar er í forgangsröðun um skipti í því landi sem samningur á við.
 • 8.5. Niðurfelling skipta:
  • 8.5.1. Hafi umsækjendur fengið úthlutað samning er honum frjálst að segja honum upp og skal það gert með tölvupósti til útskiptastjóra. Slíkt skal gert með sem lengstum fyrirvara áður en ráðgerð skipti hefjast. Við slíkar aðstæður á umsækjandi ekki rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
  • 8.5.2. Falli skiptin niður að óskum viðkomandi lands (hosting country) á umsækjandi rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
  • 8.5.3.Komi upp óhjákvæmilegar aðstæður sem orsaka að fella verður niður skiptin verður málið tekur upp á stjórnarfundi alþjóðanefndar og rætt m.t.t. endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
 • 8.6 Úthlutunarreglur fyrir niðurfellda samninga, sbr. grein 8.5.
  • 8.6.1. Við auglýsingu samninga sem losna vegna niðurfellingar skipta skal vera tilgreindur umsóknarfrestur. Þegar að honum lýkur eru umsóknir teknar fyrir og ákvörðun hver hlýtur samningin skal fylgja grein.
 • 8.7. Umsóknargjald fyrir samninga (bæði einhliða og tvíhliða) er 24.000 kr. og skulu greiðast strax eftir að samningar hafa verið samþykktir af viðkomandi landi. Skiptinemar greiða svo staðfestingargjald áður en skiptatímabil hefst sem nemur 16.000 kr. Séu tilskilin gjöld ekki greidd á réttum tíma áskilur Alþjóðanefnd sér rétt til að rifta samningnum.
 • 8.8. Afgreiða verður umsókn um skipti næstkomandi sumars fyrir 31. janúar.
 • 8.9. Vafaatvik eru metin af stjórn Alþjóðanefndar læknanema og hún úrskurðar í þeim á almennum stjórnarfundi, með kosningu innan stjórnar ef þörf krefur.

Kjærar þakkir 😉

Aðalfundarboð

Fimmtudaginn 8. október verður haldinn aðalfundur Alþjóðanefndar. Kynning verður á starfi nefndarinnar auk þess sem að læknanemar sem fóru í skipti í sumar deila með okkur reynslu sinni.

Fundurinn verður haldinn á Hressó, Austurstræti 20, kl. 20:00.

Við hvetjum alla læknanema til að mæta og kynna sér störf Alþjóðarnefndar.

Er því ekki tilvalið að setjast niður með kaldan bjór í góðra vina hópi og láta hugann reika til fjarlægra stranda og framandi menningarheima?

– Alþjóðanefnd

Umsóknir um skipti sumarið 2016

Kæru læknanemar!

Nú styttist í að gerðir verða samningar fyrir skipti á vegum Alþjóðanefndar fyrir sumarið 2016. Þeir sem hafa áhuga á því að fara í skipti sumarið 2016 geta sent tölvupóst á arj32@hi.is (Árni) með eftirfarandi upplýsingum:
– Nafn og námsár
– Top 3 lönd sem þú vilt fara til (í röð eftir því hvert þú vilt mest fara)
– Þátttaka í störfum Alþjóðanefndar (hvort og hvenær þú hefur verið tengiliður, o.s.fv.)

Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Ef þið hafið spurningar varðandi umsóknir ekki hika við að senda spurningar á arj32@hi.is eða setja ykkur í samband við meðlimi Alþjóðanefndar 🙂

Eins og flestir vita hafa þeir forgang sem hafa tekið virkan þátt í starfi Alþjóðanefndar sem tengiliðir eða með öðrum hætti, en við hvetjum alla áhugasama um að láta okkur vita um draumaáfangastaðinn og við gerum okkar besta til að láta draum þinn um skipti rætast.

Nánar um úthlutnarreglur á samningum: https://imsic.org/utanlandsfarar/hvernig-kemst-eg-ut/
Þeir áfangastaðir sem eru í boði: http://www.ifmsa.org/ExPlore
Exchange conditions fyrir lönd: http://www.ifmsa.org/Exchange-Conditions/Professional-Exchange

– Alþjóðanefnd

Tengiliðaskráning fyrir sumarið 2015

Jæja, þá er komið að því!

Næstkomandi þriðjudag 28. apríl og miðvikudag 29. apríl fer fram tengiliðaskráning Alþjóðanefndar fyrir næsta sumar. Skráningin fer fram inni á http://www.laeknanemar.is/ og verður á sama formi og venjuleg vísó skráning. Í fyrra myndaðist biðlisti í tengiliðaskráningunni, svo það er um að gera að vera snöggur að skrá sig. (ATH. að biðlistakerfið á http://www.laeknanemar.is/ virkar ekki, svo miðað er við efstu einstaklinga á lista, 10 í júlí og 9 í ágúst).
Þeir sem hafa áhuga á því að fara í sjálfir í skiptinám eru sérstaklega hvattir til að skrá sig, því forgangsröðun í skiptinám ræðst af því hversu virkt fólk hefur verið í störfum Alþjóðanefndar.

Í sumar koma tveir hópar skiptinema, í annarsvegar júlí og hinsvegar ágúst. Það verða settar inn tvær tengiliðaskráningar, ein fyrir hvorn mánuð:

 • Júlí: skráning hefst þriðjudag 28. apríl kl. 17:00
 • Ágúst: skráning hefst miðvikudag 29. apríl kl. 17:00

Ef fólk vill má skrá sig á báða mánuði, en þá verður að velja einn mánuð eftir að skráningu er lokið.

Hver skiptinemi dvelur á landinu í mánuð og á meðan þeirri dvöl stendur verður margt skemmtilegt gert sem tengiliðir eru endilega beðnir um að taka þátt í líka. Hefðir eru fyrir að halda

 • Alþjóðakvöld, þá deila skiptinemar mat og drykkjum frá sínu heimalandi og prófa íslenskan mat
 • Helgarferð út á land
 • Dagsferð að skoða áhugaverða staði
 • Fimmtudagsbjórkvöld í hverri viku

og margt fleira. Einnig erum við opin fyrir hugmyndum hvernig við getum saman gert næsta sumar sem allra skemmtilegast!

Það sem tengiliðir þurfa að gera:

 • Vera í sambandi við skiptinemann áður en hann kemur til landsins og svara spurningum nemans ef þær eru einhverjar
 • Sækja nemann við komu á BSÍ og keyra hann á staðinn þar sem hann mun dvelja (ath. ef þið getið af einhverjum völdum ekki sótt nemann þurfið þið að biðja einhvern annan)
 • Vera skiptinemanum innan handar þurfi hann einhverja hjálp á meðan dvölinni stendur
 • Reyna að mæta á sem flesta viðburði (og þá helst helgarferðina)
 • Reyna að hitta nemann eitthvað utan skipulagðra atburða, t.d. í sund eða ísbíltúr
 • Keyra nemann á BSÍ í lok dvalar

Helgarferðin í júlí er 10.-12. og í ágúst 14.-16. svo skrifið það inn í dagatalið ef þið skráið ykkur á þá mánuði!

Ef þið viljið lesa ykkur betur til um hvað felst í því að vera tengiliður, þá er er það hægt á https://imsic.org/tengilidir/hvad-er-tengilidur/ og reynslusögur eldri nema af tengiliðastarfinu má finna á https://imsic.org/tengilidir/reynslusogur/

tl;dr: Tengiliðaskráning Alþjóðanefndar á þriðjudag kl. 17 og miðvikudag kl. 17 á http://www.laeknanemar.is/

Alþjóðlegur sumarskóli í Amsterdam

Alþjóðanefnd Hollands, IFMSA-VUmc, stendur fyrir sumarskóla í svæfingar- og deyfingarfræði (anesthesiology) og bráðalækningum (acute medicine) dagana 27. júní til 4. júlí 2015.

Opið er fyrir umsóknir til 31. janúar næstkomandi. Allar nánari upplýsingar er að finna hér. Við hvetjum íslenska læknanema til að sækja um!

ADAM Summerschool á Facebook.

-Alþjóðanefnd.

Gleðileg jól

Kæru jólabörn

Alþjóðanefnd langar að óska læknanemum, læknum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir það gamla. Hafið þið það nú reglulega huggulegt yfir hátíðarnar.

-Alþjóðanefnd

Skiptinám til Möltu næsta sumar

Kjæru læknanemar

Það er laus samningur til Möltu næsta sumar. Þeir sem eru í forgangshópi geta sótt um út þennan mánuð en aðrir í desember.

Einstakt tækifæri til þess að njóta veðurblíðunnar við Miðjarðarhafið og kynnast nýrri og framandi menningu auk þess að þjálfa klíníska nefið og breikka medchirurgisa sjóndeildarhringinn.

Sendið póst á imsiciceland@gmail.com með nafni og námsári.

-Alþjóðanefnd

Aðalfundur Alþjóðanefndar

Hæ öllsömul

Nú er kalt úti og þess vegna tilvalið að ylja sér við tilhugsunina um sumar, sól og fjarlæg lönd. Þess vegna ættuð þið að skella ykkur á aðalfund Alþjóðanefndar sem verður haldinn næstkomandi fimmtudag á Hressó kl. 20.
Ekki spillir fyrir að það verður boðið upp á vínveitingar.

Ennfremur er laus samningur til Möltu næsta sumar. Umsóknartímabil fyrir forgangshóp er til 31. nóv og fyrir alla aðra eftir það.

Hlökkum til að sjá ykkur öll 🙂