Alþjóðanefnd kynnir með stolti – Þrír lausir samningar sumarið 2018
Brasilía (Júní), Ítalía (Ágúst) og Pólland (Júlí)
Eina sem að þú þarft að gera til þess að sækja um er að senda email með eftirfarandi upplýsingum á neo@imsic.org
-Nafn
-Námsár
-Land/Lönd sem þú vilt helst fara til
-Störf fyrir Alþjóðanefnd (Tengiliðir eða fulltrúar í alþjóðanefnd)
-Störf fyrir aðrar nefndir FL
Ég vil taka fram að það er hægt að sækja um þó að þú hafir ekki sinnt störfum fyrir neinar af undirnefndum FL
Category Archives: Uncategorized
Skiptinám – Sumarið 2018
Kæru læknanemar!
Nú styttist í að gerðir verða samningar fyrir skipti á vegum Alþjóðanefndar fyrir sumarið 2018. Þeir sem hafa áhuga á því að fara í skipti sumarið 2018 geta sent tölvupóst á neo@imsic.org með eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn og námsár
- Top 3 lönd sem þú vilt fara til (í röð eftir því hvert þú vilt mest fara)
- Þátttaka í störfum Alþjóðanefndar (hvort og hvenær þú hefur verið tengiliður, o.s.fv.)
- Ein setning um að þú hafir lesið reglur viðkomandi landa sem þú ert að sækja um og að þú uppfyllir skilyrði (námsár, tungumálakunnáttu ofl.)
Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Ef þið hafið spurningar varðandi umsóknir ekki hika við að senda spurningar á fulltrúa ykkar árs í Alþjóðanefnd 🙂
Eins og flestir vita hafa þeir forgang sem hafa tekið virkan þátt í starfi Alþjóðanefndar sem tengiliðir eða með öðrum hætti, en við hvetjum alla áhugasama um að láta okkur vita um draumaáfangastaðinn og við gerum okkar besta til að láta draum þinn um skipti rætast.
Svona skiptinám er algjör snilld og rosaleg lífsreynsla svo ég mæli eindregið með að allir fari í skipti einhvern tímann í náminu! Nýtið endilega þetta frábæra tækifæri til að kynnast nýrri menningu, landi og heilbrigðiskerfi.
Endilega lesið reynslusögurnar sem eru á heimasíðunni okkar imsic.org eða hafið samband ef þið hafið land í huga og við látum ykkur vita hvort það er einhver reynsla á viðkomandi landi.
Nánar um úthlutnarreglur á samningum: https://imsic.org/skiptinam/hvernig-kemst-eg-ut/
Þeir áfangastaðir sem eru í boði: http://ifmsa.org/exchange/explore/nmo/list
Exchange conditions fyrir lönd: http://ifmsa.org/exchange/scope/explore/exchange-conditions
Lagabreytingartillögur
Sæl
Hérna koma lagabreytingartillögurnar sem fyrirhugaðar eru fyrir aðalfundinn:
Að grein 7.3 breytist í: “7.3. Fulltrúar Lýðheilsufélags læknanema, Bjargráðs og Hugrúnar skulu hafa tækifæri til að sækja ráðstefnur IFMSA og þá sem fulltrúar í Standing Committee on Public Health. Formönnum nefndanna er frjálst að bæta við sig titlinum National Officer on Public Health (NOPH).” Semsagt bæta Hugrúnu á þennan lista. Að bætist við grein 7.4: “7.4. Fulltrúar úr stjórn Félags læknanema skulu hafa tækifæri til að sækja ráðstefnur IFMSA og þá sem fulltrúar á Presidents sessions.”
Grein 4.1: Félagar teljast þeir stúdentar sem stunda nám í læknisfræði, bæði á grunn- og framhaldsstigi, við Læknadeild Háskóla Íslands og skal ritari alþjóðanefndar halda utan um félagatal ár hvert.
◾4.2. Öllum félagsmönnum er frjálst að ganga úr félaginu með skriflegri beiðni til stjórnar.
(aföðru verður af öðru grein 6.1).
6.1. Stjórn er skipuð 11 fulltrúum læknanema. Stjórnarmenn skulu kosnir með almennri kosningu úr hópi hvers námsárs félagsmanna. Tveir af fyrsta og fjórða ári, þrír af öðru og þriðja ári auk eins fulltrúa af fimmta ári.
6.2. Varðandi embættaskiptingu innan stjórnar.
6.2.1. Eftir að kosið hefur verið til nýrrar stjórnar í almennri kosningu félagsmanna skal skipa í embætti með kosningu meðal stjórnarliða. Aðeins þeir sem munu sitja í nýrri stjórn hafa atkvæðarétt. Fráfarandi stjórnarmeðlimir hafa ekki atkvæðarétt.
6.2.2. Fráfarandi formaður hefur umsjón með kosningu til embætta innan stjórnar. Í því felst að kynna embætti, óska eftir framboðum og sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslu.
6.2.3. Sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði hlytur embættið. Sé aðeins einn frambjóðandi er sjálfkjörið í embættið. Aðkvæðagreiðsla skal ávallt vera nafnlaus og leynileg nema í þeim tilvikum sem er sjálfkjörið í embættið.
6.2.4. Kosið skal til eftirfarandi embætta: formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, innskiptastjóri (Neo-in), útskiptastjóri (NEO-out) og meðstjórnendur (5 talsins). Verksvið meðstjórnenda eru nánar tilgreind í vinnureglum alþjóðanefndar.
6.2.5. Sé einhver embætti innan stjórnar ófyllt eftir að kosningar skal nýkjörin stjórn sjá um að skipta embættum milli eftirstandandi stjórnarmeðlima undir forustu nýkjörins formans. …undir forustu fráfarandi formans. 6.3 Stjórn má tilnefna í embætti verkefnisstjóra fyrir afmörkuð verkefni.
6.4 Alþjóðanefnd setur sér vinnureglur sem lýsir nákvæmar ákveðnum þáttum í starfsemi nefndarinnar. Vinnureglum má breyta með meirihluta atkvæða stjórnar.
6.5 Vinnureglur og lög Alþjóðanefndar skulu yfirfarin af stjórn fyrir aðalfund hvers árs.
8.8. Afgreiða verður umsókn um skipti næstkomandi sumars fyrir 31. janúar – TAKA ÚT
1.1. Félagið heitir Alþjóðanefnd læknanema eða Icelandic Medical Students International Committee, skammstafað IMSIC.
1.2. IMSIC er sjálfstætt félag með eigin lög, kennitölu og fjárhag.
Nýtt 1.3 IMSIC hefur fullnaðarákvörðunarvald um málefni sem varða innri starfssemi þess.
Nýtt 1.4 IMSIC er samstarfsfélag Félags Læknanema. Einnig skal stuðla að sem nánustum tengslum og samvinnu með Ástráði, Bjargráði, Fulltrúaráði, Hugrún, Kennslu- og fræðslumálanefnd og Lýðheilsufélagi læknanema.
Nýtt 1.5 Varnarþing IMSIC er á Læknagarði, Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Nýtt 2.3. IMSIC er fulltrúi Íslands í Federation of International Nordic Student‘s Associations (FINO).
Nýtt 3.5 Taka þátt í árlegum norrænum læknanemaráðstefnum á vegum FINO.
Tillaga A:
- 8.1 Alþjóðanefnd áskilur sér rétt til að ákveða heildarfjölda samninga ár hvert og hlutfall einhliða og tvíhliða samninga.
- 8.2 Umsóknartímabil skiptist í þrennt:
- 8.2.1. Tímabil eitt: Umsækjendur geta óskað eftir því að fulltrúar Alþjóðanefndar geri samning fyrir þá á ágústfundi IFMSA við eitt af þremur tilgreindum löndum á umsókninni. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
- 8.2.2. Tímabil tvö: 1. – 30. nóvember geta umsækjendur í forgangshópi sótt eftir lausum skiptasamningum. Til þess hóps teljast þeir sem hafa verið tengiliðir eða aðstoðað við starf Alþjóðanefndar læknanema á annan hátt. Þetta á einnig við um virka nefndarmeðlimi Alþjóðanefndar sem hafa hug á að fara í skipti. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
- 8.2.3. Tímabil þrjú: 1. desember – 31. janúar geta umsækjendur ekki í forgangshópi sótt um lausa samninga. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
- 8.3 Stjórnarmeðlimir forgangsraða umsækjendum eftir virkni í starfi nefndarinnar. Þar er farið eftir flokkum sem tilteknir eru í röð minnkandi mikilvægis í grein 8.3.1. Einungis ef að tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnir í fyrsta flokknum er litið til þess næsta. Séu þeir einnig jafnir í þeim flokk er litið til þess næsta og svo koll af kolli.
- 8.3.1. a) Viðkomandi er fyrrverandi eða núverandi meðlimur í stjórn alþjóðanefndar og hvernig gekk það, b) er viðkomandi búinn að vera tengiliður og hvernig gekk það, c) hefur viðkomandi hjálpað alþjóðanefnd í hennar starfi með öðrum hætti, d) hefur viðkomandi farið í skipti áður, e) starfað með Félagi Læknanema eða samstarfsfélögum þess, f) námsár í læknisfræði.
- 8.3.2. Sæki tveir eða fleiri nemendur á sama stað í forgangsröðun um óafgreiddan samning er úrskurðað með hlutkesti hver þeirra hlýtur samninginn.
- 8.4. Úthlutunarreglur fyrir umsóknartímabil, sbr. grein 8.2.
- 8.4.1. Umsókn er tölvupóstur til útskiptastjóra sem inniheldur a) nafn nemanda og á hvaða ári hann/hún er, b) þrjú lönd sem nemandinn vill helst fara til sett í 1., 2. og 3. sæti eða, ef umsóknartímabil er fyrir lausa samninga, þeir samningar sem eru lausir settir í 1. 2. og 3. sæti og c) útlistun á virkni í nefndinni eða á öðrum atriðum sem gætu ákvarðarð forgangsröðun umsækjanda. Farið verður yfir umsóknir að umsóknartímabili loknu og forgangsraðar eftir 8.3 ef þörf krefur á.
- 8.5. Niðurfelling skipta:
- 8.5.1. Hafi umsækjendur fengið úthlutað samning er honum frjálst að segja honum upp og skal það gert með tölvupósti til útskiptastjóra. Slíkt skal gert með sem lengstum fyrirvara áður en ráðgerð skipti hefjast. Við slíkar aðstæður á umsækjandi ekki rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.5.2. Falli skiptin niður að óskum viðkomandi lands (hosting country) á umsækjandi rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.5.3.Komi upp óhjákvæmilegar aðstæður sem orsaka að fella verður niður skiptin verður málið tekur upp á stjórnarfundi alþjóðanefndar og rætt m.t.t. endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.6 Úthlutunarreglur fyrir niðurfellda samninga, sbr. grein 8.5.
- 8.6.1. Við auglýsingu samninga sem losna vegna niðurfellingar skipta skal vera tilgreindur umsóknarfrestur. Þegar að honum lýkur eru umsóknir teknar fyrir og ákvörðun hver hlýtur samningin skal fylgja grein.
- 8.7. Umsóknargjald fyrir samninga (bæði einhliða og tvíhliða) er 24.000 kr. og skulu greiðast strax eftir að samningar hafa verið samþykktir af viðkomandi landi. Skiptinemar greiða svo staðfestingargjald áður en skiptatímabil hefst sem nemur 16.000 kr. Séu tilskilin gjöld ekki greidd á réttum tíma áskilur Alþjóðanefnd sér rétt til að rifta samningnum.
- 8.8. Afgreiða verður umsókn um skipti næstkomandi sumars fyrir 31. janúar.
- 8.9. Vafaatvik eru metin af stjórn Alþjóðanefndar læknanema og hún úrskurðar í þeim á almennum stjórnarfundi, með kosningu innan stjórnar ef þörf krefur.
*24 klst. reglan hér tekin út.
Tillaga B:
- 8.1 Alþjóðanefnd áskilur sér rétt til að ákveða heildarfjölda samninga ár hvert og hlutfall einhliða og tvíhliða samninga.
- 8.2 Umsóknartímabil skiptist í þrennt:
- 8.2.1. Tímabil eitt: Umsækjendur geta óskað eftir því að fulltrúar Alþjóðanefndar geri samning fyrir þá á ágústfundi IFMSA við eitt af þremur tilgreindum löndum á umsókninni. Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
- 8.2.2. Tímabil tvö: 1. – 30. nóvember geta umsækjendur í forgangshópi sótt eftir lausum skiptasamningum. Til þess hóps teljast þeir sem hafa verið tengiliðir eða aðstoðað við starf Alþjóðanefndar læknanema á annan hátt. Þetta á einnig við um virka nefndarmeðlimi Alþjóðanefndar sem hafa hug á að fara í skipti.
- 8.2.3. Tímabil þrjú: 1. desember – 19. janúar geta umsækjendur ekki í forgangshópi sótt um lausa samninga.
- 8.2.4. Tímabil fjögur: 20. janúar-10. febrúar. Ef Alþjóðanefnd hefur til umráða laus pláss fyrir skiptinema á Íslandi gefst nemum í læknadeild kostur á að bera fram óskir um lönd og reynt verður að verða við þeim óskum eftir bestu getu, Ef Alþjóðanefnd telur þörf á áskilur hún sér rétt á að forgangsraða umsækjendum skv. grein 8.3.
- 8.3 Stjórnarmeðlimir forgangsraða umsækjendum eftir virkni í starfi nefndarinnar. Þar er farið eftir flokkum sem tilteknir eru í röð minnkandi mikilvægis í grein 8.3.1. Einungis ef að tveir eða fleiri umsækjendur eru jafnir í fyrsta flokknum er litið til þess næsta. Séu þeir einnig jafnir í þeim flokk er litið til þess næsta og svo koll af kolli.
- 8.3.1. a) Viðkomandi er fyrrverandi eða núverandi meðlimur í stjórn alþjóðanefndar og hvernig gekk það, b) er viðkomandi búinn að vera tengiliður og hvernig gekk það, c) hefur viðkomandi hjálpað alþjóðanefnd í hennar starfi með öðrum hætti, d) hefur viðkomandi farið í skipti áður, e) starfað með Félagi Læknanema eða samstarfsfélögum þess, f) námsár í læknisfræði.
- 8.3.2. Sæki tveir eða fleiri nemendur á sama stað í forgangsröðun um óafgreiddan samning er úrskurðað með hlutkesti hver þeirra hlýtur samninginn.
- 8.4. Úthlutunarreglur fyrir umsóknartímabil, sbr. grein 8.2.
- 8.4.1. Fyrsta umsóknin er tölvupóstur til útskiptastjóra sem inniheldur a) nafn nemanda og á hvaða ári hann/hún er, b) þrjú lönd sem nemandinn vill helst fara til sett í 1., 2. og 3. sæti og c) útlistun á virkni í nefndinni eða á öðrum atriðum sem gætu ákvarðarð forgangsröðun umsækjanda. Umsóknin telst afgreidd 24 klukkustundum eftir tölvupósturinn hefur borist inn á netfang útskiptastjóra.
- 8.4.2. Umsóknaraðilar sem sækja um innan 24 klst tímaramma teljast hafa sótt um á sama tíma.
- 8.4.3. Afgreiddar umsóknir verða ekki ógildar sæki nemandi sem ofar er í forgangsröðun um skipti í því landi sem samningur á við.
- 8.5. Niðurfelling skipta:
- 8.5.1. Hafi umsækjendur fengið úthlutað samning er honum frjálst að segja honum upp og skal það gert með tölvupósti til útskiptastjóra. Slíkt skal gert með sem lengstum fyrirvara áður en ráðgerð skipti hefjast. Við slíkar aðstæður á umsækjandi ekki rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.5.2. Falli skiptin niður að óskum viðkomandi lands (hosting country) á umsækjandi rétt á endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.5.3.Komi upp óhjákvæmilegar aðstæður sem orsaka að fella verður niður skiptin verður málið tekur upp á stjórnarfundi alþjóðanefndar og rætt m.t.t. endurgreiðslu gjalda í tengslum við skiptin.
- 8.6 Úthlutunarreglur fyrir niðurfellda samninga, sbr. grein 8.5.
- 8.6.1. Við auglýsingu samninga sem losna vegna niðurfellingar skipta skal vera tilgreindur umsóknarfrestur. Þegar að honum lýkur eru umsóknir teknar fyrir og ákvörðun hver hlýtur samningin skal fylgja grein.
- 8.7. Umsóknargjald fyrir samninga (bæði einhliða og tvíhliða) er 24.000 kr. og skulu greiðast strax eftir að samningar hafa verið samþykktir af viðkomandi landi. Skiptinemar greiða svo staðfestingargjald áður en skiptatímabil hefst sem nemur 16.000 kr. Séu tilskilin gjöld ekki greidd á réttum tíma áskilur Alþjóðanefnd sér rétt til að rifta samningnum.
- 8.8. Afgreiða verður umsókn um skipti næstkomandi sumars fyrir 31. janúar.
- 8.9. Vafaatvik eru metin af stjórn Alþjóðanefndar læknanema og hún úrskurðar í þeim á almennum stjórnarfundi, með kosningu innan stjórnar ef þörf krefur.
Nýtt 5.5. Stjórn jafnt sem félagsmenn geta lagt fram lagabreytingartillögur fyrir aðalfund. Flutningsmenn geta dregið tillögu til baka á hvaða tímapunkti sem er, fram til meðferð tillögu.
Nýtt 5.6 Fundarmenn geta komið með munnlegar breytingartillögur á lagabreytingartillögum. Ekki má koma með breytingartillögur á breytingartillögum.
Nýtt 5.7. Meðferð lagabreytingartillagna skal fara fram á eftirfarandi hátt: i) Óskað eftir andmælum gegn tillögu (direct negative), ef engin andmæli berast þá telst tillaga samþykkt, ef andmæli berast þá fara í lið ii). ii) Andmælanda kemur með rökstuðning, flutningsmanni gefst tækifæri til stuttra andsvara. iii) Kosið er um lagabreytingartillöguna í almennri kosningu, flutningsmaður getur óskað eftir leynilegri kosningu. Ákvörðun um það er í höndum fundarstjóra.
Gamla 5.5 verður 5.8.
Tillögur þessar verða settar skipulega upp og betur kynntar á aðalfundi.
Aðalfundur alþjóðanefndar
Kæru læknanemar!
Nú fer mjög góðu starfsári alþjóðanefndar að ljúka. Aðalfundur alþjóðanefndar verður haldinn 29. september næstkomandi. Nánari staðsetning kemur síðar.
Fyrirhuguð fundardagskrá verður fjölbreytt og skemmtileg. Þar ber að nefna kynningu á starfinu, skýrslu formanns og uppgjör reikninga. Svo verða stórskemmtilegar reynslusögur um skipti sumarsins sem enginn ætti að missa af!
Boðið verður upp á drykki.
Alþjóðakveðjur!
Umsóknir um skipti sumarið 2017
Kæru læknanemar!
Nú styttist í að gerðir verða samningar fyrir skipti á vegum Alþjóðanefndar fyrir sumarið 2017. Þeir sem hafa áhuga á því að fara í skipti sumarið 2017 geta sent tölvupóst á imsic@imsic.org með eftirfarandi upplýsingum:
– Nafn og námsár
– Top 3 lönd sem þú vilt fara til (í röð eftir því hvert þú vilt mest fara)
– Þátttaka í störfum Alþjóðanefndar (hvort og hvenær þú hefur verið tengiliður, o.s.fv.)
Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Ef þið hafið spurningar varðandi umsóknir ekki hika við að senda spurningar á fulltrúa ykkar árs í Alþjóðanefnd 🙂
Eins og flestir vita hafa þeir forgang sem hafa tekið virkan þátt í starfi Alþjóðanefndar sem tengiliðir eða með öðrum hætti, en við hvetjum alla áhugasama um að láta okkur vita um draumaáfangastaðinn og við gerum okkar besta til að láta draum þinn um skipti rætast.
Nánar um úthlutnarreglur á samningum: https://imsic.org/skiptinam/hvernig-kemst-eg-ut/
Þeir áfangastaðir sem eru í boði: http://ifmsa.org/exchange/explore/nmo/list
Exchange conditions fyrir lönd: http://ifmsa.org/exchange/scope/explore/exchange-conditions
Summer is coming…
Sumarið er tíminn og það er aaaaaalveg að koma! Við lumum á lausum skiptisamningum svo þeir sem hafa verið seinir til að óska eftir samningum síðastliðið haust, endilega heyrið í okkur. Einnig styttist í tengiliðaskráningu, en hún verður í mars svo stay tuned!
Eru ekki allir spenntir?!?
Markmið alþjóðanefndar á starfsárinu 2015 – 2016
Alþjóðanefnd birtir hér með markmið sín fyrir komandi starfsár. Þetta er í fyrsta skiptið sem við setjum okkur markmið sem þessi. Það er gert til þess að skerpa á vinnulagi og stefnu nefndarinnar fyrir komandi tíma. Víða erlendis hafa læknanemafélög kappkostað að hafa bæði skammtímamarkmið fyrir næstu misseri en einnig langtímamarkmið sem ná ef til vill 5 ár fram í tímann. Með því næst bæði að ramma inn starfseminu en einnig skilgreina gildi félagsins og hvert skal vera hlutverk þess til framtíðar. Til þess að slík vinna verði árangursrík er mikilvægt að sem flestir komi að og komi með sitt innlegg í umræðuna. Vonandi mun okkur auðnast að gera það síðar meir.
Svipuð vinna hefur nú þegar hafist hjá FL og við skorum á önnur félög læknanema að gera slíkt hið sama. Oftar en ekki er hlutverk viðkomandi félags skilgreint í tilsvarandi lagabálki en í markmiðasetningu sem þessari (strategic planning) felst jafnframt í einhvers konar mat eða úttekt á stöðu og tækifærum félagsins auk annarra þátta sem eðlilegt er að finna ekki í lagasafni.
Við vonum að þið verðið ánægð með þetta. Þetta er birt með fyrirvara um breytingar.
Markmiðin má nálgast í meðfylgjandi vefslóð:
Áramótakveðja!
Aþjóðanefnd þakkar fyrir frábært starfsár. Sérstakar þakkarkveðjur til heimsklassatengiliða sumarsins og allra sem lögðu hönd á plóg við störf nefndarinnar á árinu. Við hlökkum til komandi árs með nýjum ævintýrum og ferðalögum. Njótið kvöldsins!
IMSIC would like everyone for a great year, especially the amazing exchange students and contact persons. We look forward to new adventures and new destinations in the year 2016. Have a fantastic New Years Eve, wherever you are!
Gleðileg jól!
A very merry IMSIC wishes everyone a very merry Christmas!
FINO 2015
Image
Alþjóðanefnd sendi fimm fulltrúa á FINO 2015 sem haldin var í Bergen í Noregi helgina 5.-8. nóvember. Árný Jóhannesdóttir, Bjarni Rúnar Jónasson, Einar Friðriksson, Hannes Halldórsson og Herdís Hergeirsdóttir fóru á vegum nefndarinnar en auk þeirra var formaður FL, Sæmundur Rögnvaldsson, með í för. FINO er árleg ráðstefna Norrænna læknanema þar sem þeim gefast tækifæri til að koma saman og ræða heilbrigðistengd málefni. Norðurlöndin skiptast á að halda ráðstefnuna, Ísland hélt hana í fyrra og þá er komið að Finnlandi á næsta ári.
Þema ráðstefnunnar í ár var “sjálfbær þróunarmarkmið og sjálfbær heilbrigðisþjónusta, hvernig getum við tryggt góða heilsu allra?”, og var rauði þráðurinn sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvort og þá hvað við sem læknanemar gætum gert til að leggja okkar af mörkum. Dagskráin var þéttpökkuð af fyrirlestrum og “workshop-um” og var ekki annað að sjá en að fólki væri mjög annt um þessi málefni en oftar en ekki sköpuðust miklar umræður. Sérstaklega átti það við um workshop sem snerist um nokkurs konar hlutverkaleik varðandi útdeilingu gæða og forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu, en mörgum fannst það standa upp úr.
Á kvöldin var þó brugðið á leik og vann íslenska sendinefndin meðal annars verðlaun fyrir besta búninginn, þar sem þema kvöldsins var “faraldur”. Var þeim meðal annars
hrósað fyrir að hugsa út fyrir kassann og klæða sig upp sem offitufaraldurinn.
Allt í allt frábær og vel skipulögð ráðstefna hjá frændum okkar í Noregi, en líkt og áður sagði er röðin komin að Finnlandi á næsta ári og verður spennandi að sjá hvert þema þeirrar ráðstefnu verður.
– Alþjóðanefnd