Frakkland 2013: Sara Lillý

Höfundur: Sara Lillý Thorsteinsdóttir

frakkland5Ég dvaldist í Frakklandi rúman mánuð og tók þátt í sumarskiptinámi á vegum alþjóðanefndar læknanema. Nánar tiltekið dvaldi ég í smábænum Saint-Étienne suður af Lyon. Ég fékk það skemmtilega tækifæri að bæði ferðast og læra almenna skurðlæknisfræði. Ég flaug til Parísar frá Gautaborg í Svíþjóð en þar hafði ég unnið á rannsóknarstofu yfir sumarið. Í lestarferðinni á leiðinni suður til Lyon spjallaði ég við franskan námsmann sem hafði nýlega verið í smá skiptiverkefni í Svíþjóð, við veltum vöngum yfir hver væri hinn megin menningarmunur milli Skandinavíu og Frakklands og virtist drengurinn alveg hugfanginn af norrænni náttúru en við vorum bæði sammála um gæði franskrar matargerðar. Síðdegis var ég svo komin til Saint- Étienne þar sem veðrið var indælt og byggingarnar litlar en fallegar og vandaðar. Á lestarstöðinni tók á móti mér Johara, franskur læknanemi sem ég átti eftir að kynnast vel næstu vikurnar en hún og fjölskylda hennar tóku mér opnum örmum og fékk ég að búa hjá þeim í góðu yfirlæti. Í fyrstu var ég svolítið áhyggjufull yfir því að búa ekki í stúdentahúsnæði með öðrum skiptinemum heldur hjá fjölskyldu. Þegar litið er tilbaka er ég einstaklega sátt við þetta, ég fékk í raun að kynnast franskri menningu betur á þennan hátt. Á hverju kvöldi stóð mér til boða að borða franskan kvöldverð með fjölskyldunni þau voru mjög áhugasöm um Ísland og sömuleiðis mjög opin fyrir því að bæði tala ensku og ræða um sögu Frakklands ásamt því að kenna mér stök orð. Mér þótti gaman að sjá að heimilisfaðirinn og stærðfræðipróffessorinn ræktaði sitt eigið grænmeti og var ávallt ferskt grænmeti beint úr garðinum á boðstolnum. Fjölskyldan var sérstaklega skemmtileg að því leiti hversu mikið þau ferðuðust og áttu oft líflegar samræður.

Strax fyrsta kvöldið fór ég í boð með Johöru, en þá var hún að hitta samnemendur sína eftir sumarið. Á boðstolnum voru vín og ostar, eitthvað sem ég átti eftir að fá margoft meðan á dvöl minni stóð. Einstaklega skemmtilegt var að hitta hana Fjólu vinkonu þar, en hún hafði einnig sótt um skiptinám í Frakklandi.

frakkland1Daginn eftir var fyrsti skóladagurinn. Ég heilsaði samnemendum mínum glöð í bragði en fékk litlar undirtektir, mér þótti þau heldur þurr á manninn og hugsaði með mér að það þýddi eflaust lítið að reyna stofna til samræðna en eftir nokkra daga voru þau þó farin að heilsa af fyrrabragði og spjalla heilmikið. Ef alhæfa mætti og einfalda þá myndi ég segja að frakkarnir sem ég kynntist gefa sér svolítinn tíma áður en þau taka þér opnum örmum, en þegar þið hafið kynnst betur þá eru þeir virkilega vingjarnlegir. Orðir fyrir útlending er étranger, en það þýðir einnig ókunnugur, utangarðsmaður eða boðflenna. Dagurinn hélt áfram og ég og önnur stelpa fengum að fara að fylgjast með aðgerð. Unglæknirinn kenndi okkur að “skrúbba inn”, franska stúlkan var fengin til þess að aðstoða við aðgerð og ekki leið á löngu þar til skurðlæknirinn bað hana um að rétta sér hin ýmsu verkfæri og svona hélt sagan áfram. Ég fylgdist með og tók eftir því að augnlokin hennar voru farin að blikka hægar. Ég hugsaði með mér að hún væri eflaust afskaplega þreytt, en það tekur á að standa í fullum skurðklæðnaði með andlitsmaska í nokkrar klukkustundir. Skyndlega leið yfir hana og féll hún aftur fyrir sig, til allrar hamingju voru skurðhjúkrunarfræðingarnir öllu vanar og ekki lengi til að bregðast við og gripu hana á leiðinni niður. Stúlkan fór óvenju mikið hjá sér þegar hún rankaði við sér en hafði hún þá ekki nærst nægilega um morgunin og voru aðstæðurnar of yfirþyrmandi.

frakkland2Næstu vikurnar fékk ég að fylgjast með hinum ýmsu aðgerðum það sem stóð svo upp úr var þegar ég fékk að fylgjast með opinni heilaaðgerð. Ég hafði haft orð á því við unglækninn á almennu skurðdeildinni hvort ég mætti ef til vill fylgjast með einni skurðaðgerð á vegum heila-og taugaskurðdeildar, nokkrum símtölum seinna þá var búið að kippa því í liðinn. Heilakurðlæknirinn var afskaplega vingjarnlegur og lagði sig fram við að kenna. Þarna hefði komið sér vel að vera betur að sér í frönskunni.

frakkland3Læknanemar í Frakklandi eru undir gífurlega miklu álagi að því leiti að eftir lokaprófin ár hvert eru þeim raðað á forgangslista eftir því hvaða einkunnir þau hljóta og hefur það áhrif á hvaða deildum þau verja sínum mesta tíma osfrv. Í lok 6. árs eru svo tekin lokapróf þar sem staða þeirra á því prófi hefur úrslitaáhrif hvort þú komist í óskað sérnám eða ekki og þá einnig hvort þú getir lært í hinum stærri og vinsælli borgum á borð við París, Lyon og Montpellier. Nemendur kvíða þessum prófum nánast strax frá fyrsta degi innan læknadeildarinnar.

Reynslan mín á spítalanum var mjög skemmtileg að mínu mati og ekki þótti mér síður að kynnast nokkrum frönskum læknanemum. Vel var haldið utan um alþjóðastarfið og voru farnar nokkrar ferðir, t.d. í eitt sinn að fallegu stöðuvatni í sveitina rétt út fyrir St. Étienne.

frakkland6Við Fjóla tókum einnig saman höndum og ferðuðumst til Nice og Parísar, í millitíðinni fóru okkar tengiliðir með okkur til Lyon. Þessi ferðalög voru ómetanleg. Nice með sínar fallegu strendur og himinbláa haf, Lyon með sína ljúffengu matargerð og París iðandi af lista- og mannlífi.

Ég mæli hiklaust með skiptinemadvöl á vegum alþjóðanefndar, hér er frábært starf á ferð og gífurlega gott tækifæri til þess að kynnast landi og þjóð á hakvæman og spennandi hátt!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s