Ítalía 2013: Sandra

Höfundur: Sandra Gunnarsdóttir

italia3Ég heiti Sandra og er 4.árs læknanemi. Ég var svo heppin að fá að fara í sumarskipti til Palermo, höfuðborgar Sikileyjar, í ágúst 2013. Ég lagði af stað ásamt kærri vinkonu í lok júlí og við vorum einu tveir Íslendingarnir í um 60 manna hópi erlendra læknanema. Eftir nokkuð langt ferðalag þá mættum við til Sikileyjar í glampandi sól og um 35°C hita. Ekki leið langur tími þar til tengiliður minn frá Sikiley hringdi og athugaði hvort ég væri heil á húfi eftir ferðalagið. Þegar við komum síðan á leiðarenda tók á móti okkur hópur af ítölskum læknanemum sem fylgdi okkur upp að heimavistinni þar sem við gistum næsta mánuðinn og sýndi okkur umhverfið. Viðtökurnar gátu ekki verið betri og þetta var góð byrjun á komandi mánuði.

italia1Ég var á kvenna- og fæðingadeild spítalans Policlinico Paolo Giaccone í mánuð þar sem ég fékk að fylgjast með aðgerðum og starfsemi deildarinnar. Fljótt fann ég fyrir vankunnáttu minni í ítölsku og vankunnáttu ítölsku læknanna í ensku og í fyrstu gengu samræðurnar erfiðlega. Þetta lagaðist þó með tímanum, meðal annars með hjálp handarhreyfinga. Þær aðgerðir sem ég fékk að sjá voru m.a. keisaraskurðir og legnám. Ég var aðeins búin með 3 ár af læknanáminu og var því meira að fylgjast með á skurðstofunni heldur en í deildarvinnunni. Þetta var þó mjög lærdómsríkt og starfsfólk spítalans tók mér vel.

italia6Félagslífið á vegum erlendu nefndarinnar var langt fram úr væntingum. Nefndin var fjölmenn og hafði unnið hörðum höndum við að skipuleggja allan mánuðinn með alls kyns ferðum og uppákomum. Auk þess að vera lærdómsrík ferð þá fengum við því einnig að ferðast um eyjuna og kynnast menningunni og mannlífinu enn frekar. Nemarnir lögðu einnig mikla áherslu á það að við myndum kynnast matarmenningu Sikileyjar og strax fengum við að heyra upptalningu á því sem þyrftum að smakka áður en við héldum heim á leið.

Ég mæli eindregið með því að fara í sumarskipti á vegum Alþjóðanefndar og ég vil þakka þeim innilega fyrir að hafa gefið mér tækifæri til þess. Þetta er dýrmæt reynsla og ég kynntist mörgu yndislegu fólki sem ég er enn í sambandi við og stefni á að halda því óbreyttu í framtíðinni.

italia5 italia4 italia2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s