Malta 2014: Lára Ósk

Malta – ekki bara súkkulaði!
Höf: Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen

10807909_10152936546655087_1227974242_n Ef að þú ert stressuð týpa þá er Malta ekki fyrir þig… Lífið á Möltu er með hinu Miðjarðarlegasta móti þar sem allt tekur sinn tíma og ekkert þýðir að reyna að reka á eftir hlutunum heldur verður maður einfaldlega að „go with the flow“. Gott dæmi um þetta er strætókerfið á Möltu sem er líklega það allra versta og óstundvísasta í Evrópu. En Malta hefur að mínu mati fleiri kosti en galla. Þar er fjöldinn allur af fallegum ströndum, rignir kannski á 3 mánaða fresti (kannski….), haldnar eru bæjarhátíðir í mismunandi bæjum á eyjunni í hverri viku með tilheyrandi flugeldum (sem byrja reyndar kl. 6 á morgnana…), kokteilarnir eru ódýrir, skemmtistaðir opnir langt fram eftir nóttu alla daga vikunnar og vínið flæðir í stríðum straumum.

10811639_10152936540180087_1043681791_n

Ég var á Möltu sem skiptinemi í júlí ásamt 40 öðrum skiptinemum. Alþjóðanefndin
þarna úti á hrós skilið fyrir hversu vel var haldið utan um hópinn þrátt fyrir þennan mikla
fjölda og fyrir að skipuleggja endalausar skoðunarferðir og viðburði fyrir nemana sem gerði
það að verkum að það var alltaf nóg um að vera. Einn af hápunktum ferðarinnar fyrir mér var svo vínhátíð sem var haldin uppi á varnarmúrnum í kringum hina gullfallegu höfuðborg
Valetta þar sem maður fékk að smakka öll helstu vín Möltu.

10811703_10152936538940087_610307019_n

10818873_10152936543410087_960850334_n

Dvölin á Mater Dei spítalanum á Möltu var einnig mjög áhugaverð og hafði ýmsa kosti og galla. Kostirnir voru þeir að manni var úthlutað sinn eigin prívat og persónulegi sérfræðingur til að elta og sá hann um að kenna manni þann tíma sem maður var á spítalanum. Einnig er stór kostur að á Möltu er töluð bæði enska og maltneska svo yfirleitt gat maður fylgst með á stofugangi og lesið sjúkraskrárnar. Ekki var svo síðra að tímaleysi Maltverja olli því að stofugangur byrjaði kl. 8 – 9 og því var lítið stress að mæta alveg á slaginu á spítalann. Vinnudagurinn á spítalanum var svo búinn kl. 14 svo nægur tími var fyrir strandferðir og almennt hangs. Hinsvegar verður að segjast að skipulagið á Mater Dei spítalanum var ekki alveg með hinu besta móti og að lenda á göngudeild þarna var eins og að vera á stríðssvæði þar sem sjúklingar,hjúkrunarfræðingar og aðrir læknar áttu það til að ryðjast inn á aðra sjúklinga, persónulegir pappírar um sjúklinga lágu á víðavangi og áttu það jafnvel til að týnast auk þess sem skurðdeildirnar voru afar afslappaðar með hreinlætið.

Allt í allt naut ég mín mjög vel á Möltu, kynntist frábæru fólki og naut þess að skoða
alla þá fallegu staði sem þessi litla en mjög merkilega eyja hefur uppá að bjóða.

974737_10152936548065087_536984131_n

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s