Perú 2013: Ingigerður Sólveig

0Höfundur: Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir

DSC_0599Eftir rúmlega sólarhringslangt ferðalag var áfangastað loks náð, borgin Trujillo í norðurhluta Perú. Á rútustöðinni í bænum tók ungur læknanemi á móti mér, John Bocanegra, og keyrði mig í mín nýju húsakynni, heimili hans. Í Trujillo búa allir skiptinemarnir hjá fjölskyldum læknanema. Við vorum reyndar bara þrjú sem komum þennan mánuðinn en bjuggum öll í mismunandi hverfum borgarinnar, Jóhann í ríkasta hverfinu þar sem flest húsin voru með sundlaug á þakinu, Justyna í næsta hverfi við mig og ég svo hjá John í San Isidro í norðurhluta borgarinnar.

DSC08486Mér var strax vel tekið af fjölskyldu Johns, sem samanstóð af John sjálfum, Karem og Körlu systrum hans og Senoru Fabiolu sem eldaði og þreif fyrir fjölskylduna. Foreldrar John búa í annarri borg í frumskóginum þar sem faðir hans starfar sem læknir. Til þess að systkinin gætu gengið í háskóla var húsið keypt fyrir þau í Trujillo og Senora Fabiola send til þess að hugsa um þau. Húsið var ekki alveg tilbúið, ég komst að því á fjórða degi þegar ég sá vatn rennandi niður stigann niðri í anddyri, en þá sá ég að þak vantaði á húsið á nokkrum stöðum. John sagði að það gerði ekkert til, það rigndi svo sjaldan. Á hálfkláraða þakinu bjó hundurinn þeirra, sem gelti allan daginn og gelti mig í svefn. Í Trujillo er hundarnir helst á þökum húsanna og gelta á gesti og gangandi. Ef þeir sleppa þá verða þeir óumflýjanlega hluti af hinum sívaxandi fjölda flækingshunda sem hlaupa um öll hverfin íborginni.

Daginn eftir komu til Trujillo fór John með mig á spítalann sem mér hafði verið úthlutað. Ég hitti þar sérfræðinginn sem var minn leiðbeinandi þennan mánuð. Hann heitir Dr. Hashimoto og er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, hálf japanskur að ætterni.

DSC_0149DSC_05951371489162561

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s