Portúgal 2017: Hilda Hrönn

Portúgal

Ég mæli 150% með því að fara til Portúgal því það er alveg dásamlegt að vera þar! Ég mæli hiklaust með bænum Braga en það skiptir í raun engu máli hvaða bæ þið veljið (ég hitti nefnilega skiptinema frá öðrum bæjum sem töluðu allir vel um sína staði).

Braga

Ég var í um 300.000 manna bæ í Portúgal sem heitir Braga. Hann er rosalega fallegur, gamaldags bær sem lætur manni líða eins og heima hjá sér. Yndislegt andrúmsloft og enginn túrismi að ráði.

Spítalinn

Spítalinn í Braga var endurnýjaður fyrir 6 árum og er því ótrúlega flottur, með öllum búnaði sem þarf til að gera góðan spítala. Ég var á lýtalækningadeildinni og vorum við fjórar saman þar. Við fengum að skrúbba inn öðru hvoru, sem var æðislegt, en annars stóðum við og horfðum á aðgerðirnar. Vandamálin voru alls konar; fjarlæging á húðkrabbameini, lagfæring á legusárum og örum eftir bruna, brjóstauppbygging eftir krabbameinsmeðferð og margt fleira. Flestir læknarnir töluðu ensku og voru kennsluglaðir en þeir töluðu samt aðallega um fallega staði í Portúgal sem við áttum að fara og sjá. Dagurinn var þannig að við mættum kl.8.00/9.00 á skurðstofuna og vorum til 12.00 og fórum þá í hádegismat í háskólanum sem er þarna rétt hjá (btw BESTI mötuneytismatur sem ég hef borðað í lífinu, mjög ríflegir skammtar og ferskur matur). Svo vorum við í fríi eftir hádegi! Þá fórum við annaðhvort í sundlaugargarðinn (sem var í 5 mínútna göngufæri frá húsnæðinu okkar) eða í dagsferðir í aðra bæi, í fjallgöngur eða á ströndina.

NB: Ég mæli með að sækja um á skurðdeild því ef þið sækið um á lyflækningasviði þá fer allt fram á portúgölsku (þetta á líka við um öll önnur lönd þar sem enska er ekki móðurmálið). (En ég myndi ekki sækja um á bæklunarskurðdeildinni í Portúgal því þeir sinntu nemunum sínum ekki vel).

Húsnæðið

Við bjuggum á heimavist, sem er húsnæði portúgalskra háskólanema á veturna, og vorum tvö og tvö saman í herbergi (alltaf sama kyn saman). Það var algjör stemning að vera öll saman (yfir 40 skiptinemar á tímabili) og við hittumst alltaf á kvöldin uppi á þaki og drukkum rauðvín, spjölluðum, hlustuðum á tónlist og horfðum yfir allan bæinn upplýstan. Eitt kvöldið vorum við með “international dinner” þar sem allir komu með eitthvað frá sínu landi.

hilda5

Hérna erum við uppi á þaki með international partýið. Sjáið ljósin í fjallinu í baksýn. Dásamlegt að horfa yfir bæinn þaðan, og ekki verra að vera með eitt rauðvínsglas í hendi.

Félagslífið

Félagslífið (social programmið) var í einu orði sagt ÆÐISLEGT! Það er í raun ólýsanlegt hvað við gerðum margt á þessum eina mánuði – ferðuðumst um alla norður Portúgal, heimsóttum ótal litla bæi, fórum í fjallgöngur, á ströndina, á djammið, í klettasig í gjúfri, heimsóttum kastala og fórum í helgar-djamm-ferðir til Portó og Lissabon þar sem við hittum alla hina skiptinemana sem voru í öðrum bæjum. Myndir segja meira en þúsund orð svo ég ætla að leyfa þeim að tala…

hilda6

Hin dásamlega borg Portó. Ég fór þrisvar sinnum þangað (enda tekur bara 1 klst að fara þangað í lest frá Braga).

hilda7

Ströndin – hér fóru margir að surfa. Í norðurhlutanum (Braga og Portó) getur verið smá köld gola á ströndinni en það er töluvert heitara í suðurhlutanum (Lissabon).  

 hilda8

Djamm í Lissabon.

hilda9

Karókíkvöld á Morokkóskum bar í hverfinu okkar í Braga.

hilda10

Karókíkvöldið góða. Mikil stemning eins og sést!

hilda11

Hérna sitjum við við kirkjuna í Braga að drekka rauðvín og horfa á sólsetrið.

hilda12

Hér erum við klár í klettasig í einu fallegasta glúfri (canyon) sem hugsast getur. Hef aldrei verið jafnstolt af sjálfri mér fyrir að þora þessu… sjúúúkt adrenalín! 

 hilda13

8km gönguferð á ótrúlega fallegum stað.

hilda14

Mynd af elsku Portó! Þið VERÐIÐ að fara þangað! Fór í ekkert smá skemmtilega púrtvínssmökkun hérna.  

 hilda16

Ótrúlegur kastali sem við heimsóttum. Var upphaflega byggt sem sumarhús kóngsins! Algjör draumastaður.

hilda17

Útsýni yfir Lissabon, höfuðborg Portúgals. Dásamleg borg og það var töluvert heitara hér en í Braga.

hilda18

Við elsta háskóla Portúgals.

hilda19

Skálað downtown í Braga.

hilda20

hilda21

Fallegasta kirkja veraldar í Braga. Hún var öll upplýst á kvöldin og við sáum hana í fjarska frá þakinu á heimavistinni okkar.  

Lokaorð

Ef þið hafið einhverjar spurningar um Portúgal (eða Indónesíu – því ég fór þangað sumarið 2016), ekki hika við að hafa samband við mig. Ég get ekki sagt það nógu oft að það er ógleymanleg lífsreynsla að fara í skiptinám og það er ekki hægt að láta slíkt tækifæri fram hjá sér fara.

JUST DO IT !!!

Hilda Hrönn Guðmundsdóttir, læknanemi á 5. ári