Svíþjóð 2014: Laufey Dóra

Gautaborg sumarið 2014…hvar á ég að byrja?!

Höf: Laufey Dóra Áskelsdóttir

Sahlgrenska

Ég fór sem skiptinemi á vegum Alþjóðanefndar til Gautaborgar í júlí 2014. Ég var gigtardeildinni á Sahlgrenska sjúkrahúsinu. Þessi mánuður var hreint út sagt frábær.

Þegar ég kom á lestarstöðina í byrjun mánaðar kom sænskur tengiliður að ná í mig og vildi hann allt fyrir mig gera. Við fórum strax og redduðum sim-korti og net-inneign í símann og hann leiðbeindi mér hvernig ég ætti að komast á heimavistina. Heimavistin var mjög fín. Hún kallast Studiegången og stoppaði strætó beint þar fyrir framan. Herbergisfélaginn minn var stelpa frá Brasilíu og var frábær roomie. Í hverju herbergi var eldhúskrókur með ísskáp, ofni og eldavél og baðherbergi með sturtu. Í okkar herbergi voru svalir og sjónvarp líka. Við heimavistina var lítil matvöruverslun sem kom sér mjög vel.

GautabVatn_Gautaborgorg er yndisleg borg. Veðrið í júlí 2014 var svo gott að ég var bara alltaf að kafna úr hita. Í borginni er mjög margt að sjá og gera – svo margt að ég náði ekki nærri því öllu. Samgöngurnar eru líka súper. Margir garðar þar sem hægt er að fara í ‚picknick‘, göngutúr eða út að hlaupa. Einnig gott djammlíf þó stundum kosti inn á staðina (eitthvað sem maður er óvanur hér heima).

Köben

Prógrammið hjá sænsku alþjóðanefndinni var mjög gott. Sérstaklega stendur upp úr helgarferð út í eyju í skerjagarðinum fyrir utan Gautaborg. Við fórum á tveimur skútum út í eyjuna  og veðrið var ólýsanlega gott. Í eyjunni gistum við í húsi eins tengiliðarins og þar var borðað og borðað (Svíarnir útbjuggu lúxusmat), synt í sjónum og djammað fram á rauða nótt! Fyrir utan þessa lúxushelgi fórum við út að borða, fórum á kanó, í Liseberg skemmtigarðinn, grilluðum og spiluðum kubb, horfðum á HM, héldum geggjað international lokakvöld og margt fleira!

Skiptinemahópurinn minn var alveg yndislegur. Við vorum 11 talsins og náðum mjög vel saman. Við gerðum heilmargt fyrir utan prógrammið hjá Svíunum, fórum t.d. í helgarferð til Köben og endalaust annað.Hópurinn

Ég var semsagt á gigtardeildinni á Sahlgrenska. Þar var mjög vel tekið á móti mér. Ég mætti kl. 08 og var mismunandi lengi, oftast til ca 14-15. Ég tók þátt í hefðbundinni deildarvinnu og veran á deildinni var skemmtileg og áhugaverð – ég lærði mjög margt í gigtarlæknisfræði og lyflæknisfræði. Ég skildi sænskuna ágætlega og reyndi að tala hana eins og ég gat en hinir skiptinemarnir töluðu alltaf ensku á sínum deildum og það var auðvitað ekkert mál af hálfu Svíanna.

Sumir myndu kannski telja að það væri ekki jafn spennandi að fara til Svíþjóðar í skiptinám og annarra landa – auðvitað er öðruvísi að fara þangað en t.d. til framandi landa – en þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og mæli með því við hvern sem er!

Sænski fáninn Liseberg_ Bátsferð Liseberg

Kanó

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s