Þýskaland 2015: Ívar

IMG_0702Tübingen er lítill háskólabær í héraðinu Baden-Württemberg í Suður-Þýskalandi. Tæplega 100 þúsund manns búa í bænum og nokkuð stór hluti af þeim eru nemar eða fólk sem vinnur í tengslum við klíníkurnar sem eru í bænum. Ein af nokkrum klíníkum þarna er Berufsgenossenschaftliche Unfallklinik Tübingen, en það er spítali sem sér að mestu leyti um traumatology, sem að mestu leyti eru traumatísk bækl
unartilfelli. Þetta var stór og flottur spítali og dvaldist ég á sömu deild allan mánuðinn. Frekar auðvelt var að kynnast læknunum þarna og maður var nokkuð fljótt kominn í rútínu á skurðstofunni.

IMG_0615

Fyrsta rounds byrjaði alltaf á slaginu 7 og því mikilvægt að vakna snemma og vera mættur. Mikilvægur áfangi var að komast inn á skurðstofuplanið þeirra en eins og Þjóðverjum sæmir var að sjálfsögðu fyrirfram skipulagt plan bæði hvaða skurðlæknar, svæfingarlæknar/hjúkrunarfræðingar, deildarlæknar og nemar kæmu að aðgerðinni.
Eftir að maður var kominn á planið var allt mjög auðvelt og fyrsta aðgerð dagsins byrjaði yfirleitt um 8:15 leytið. Nokkuð misjafnt var hvenær ég kláraði um daginn en það var yfirleitt í kringum kl. 16 en maður var alltaf að klára milli 14-18. Deildarlæknarnir voru nánast alltaf eftir þegar maður fór. Sá nokkuð mikið volume af aðgerðum og þar á meðal liðskipti bæði á mjöðm og hné. Einnig var mikið sett af plötum eftir brot á honum ýmsu beinum. Pelvis aðgerðirnar voru líka eftirminnilegar og nokkuð erfiðar. Einnig var áberandi mikið af auðugum arabískum sjúklingum þarna sem voru að sækjast eftir toppþjónustu varðandi sín bæklunarmál, sem voru mikil og oft eftir einhvern hasar á sportbílum. Einnig var eitthvað af afre
ksfólki í íþróttum þarna meðan ég dvaldi á spítalanum m.a. rússneskur ólympíufari.IMG_0709

Helsti gallinn við spítalann var að þurfa að vakna kl 6 á virkum dögum til að komast á réttum tíma á rounds. Kostir voru t.d. skemmtilegt fólk að tala við, flottir sérfræðingar og ókeypis matur í mötuneytinu, sem samanstóð alltaf af vali milli 3ja rétta, hver öðrum þýskari. Mjög gott.

Félagslífið var mjög fínt og læknanemarnir í nefndinni þeirra voru mörg mjög dugleg að hafa samband og fá mann til að gera eitthvað, t.d. afmælisveislur, partý, hjólaferðir, bátsferðir, grill, utanbæjarferðir o.fl. Reyndar er það þannig í þýskalandi að þau eru mikið í prófum í júní, en mér fannst það ekki koma mikið að sök. Ekki skemmir fyrir hvað veðrið er yndislegt þarna, en maður var alltaf bara á bolnum. Það komu kannski 2 eða 3 dagar þar sem maður fór í jakkann.

Þýskaland virðist mjög góður staður til að vera á. Allar nauðsynjar þarna eru gríðarlega ódýrar, mest fannst mér áberandi hvað matur og drykkir voru ódýrir þarna. Indælt veðurfar skemmir síðan alls ekki fyrir. Mikil saga er þarna allt í kring og maður þarf ekki að fara langt til að komast í frábært útsýni og ótrúlegar byggingar. Við komu til Tübingen var mér gefið strætókort að andvirði eitthvað um 35-40 evrur, sem gilti út allan mánuðinn. Ofan á þetta fékk ég 50 evrur á viku til matarkaupa. Þar sem maturinn þarna úti er afar ódýr þýddi þetta að ég þurfti í rauninni ekki að eyða miklum peningum þarna úti yfirhöfuð, húsnæðið var frítt líka. Allt í allt frábær mánuður og sé alls ekki eftir að hafa skellt mér. Mæli eindregið með þýskalandi sem áfangastað.
IMG_0628 IMG_0642