Hvað eru nemendaskipti?

Íslenskir læknanemar eiga kost á að fara í einn mánuð í starfsnám inn í erlendan spítala þar sem nefnd þess land sér um að útvega húsnæði, eina máltíð á dag (eða greiðslu fyrir einni máltíð) og sér um að skipuleggja félagslíf fyrir nemana.

Þetta er bæði einstakt tækifæri til þess að sjá hvernig læknisfræðin er iðkuð út í heimi og að kynnast menningu og fólki viðkomandi lands í gegnum líf, leik og störf. Að loknum skiptum getur viðkomandi fengið viðurkenningarskjal, sem er ekki enn metið til eininga í HÍ en er vottur um alþjóðlega reynslu sem er ómissandi á góða ferilskrá.

Á hverju ári gera lönd samninga um þessi skipti sín á milli á alþjóðlegum fundi í ágúst. Slíkir samningar eru af tveim gerðum; einhliða og tvíhliða. Munurinn er sá að einhliða samningar kveða aðeins á um skipti á einum nema, fer einn fer út eða einn kemur hingað. Hins vegar eru tvíhliða samningar. Þá kemur einni nemi hingað og annar fer til þess lands sem hinn kemur frá.

Fari nemi í einhliða skipti þarf hann að greiða nefndinni sem tekur á móti honum upphæð á bilinu 250 – 350 evrur (mismunandi eftir löndum) auk 8.000 kr umsóknargjalds til íslensku nefndarinnar.

Nemar sem fara í tvíhliða skipti greiða íslensku nefndinni 16.000 kr í umsóknargjald og svo 24.000 kr í staðfestingargjald.

Árlega fara yfir 7000 læknanemar í skiptinám á vegum samtakanna IFMSA (Alþjóðasamtök læknanema). Íslenskir nemar hafa í gegnum tíðina farið víða t.d. Brasilíu, Indónesíu, Rúmeníu, Grikkland, Egyptaland, Indland sem og til allra Norðurlandanna.

Hér má svo finna samantekt á matsblöðum sem sérhver nemandi svarar að skiptum loknum. Þetta skjal var unnið úr matsblöðum fyrir tímabilið 2013/2014 og hluta úr 2014/2015 og gefur góða mynd af gæðum skiptana og upplifun nemana.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s