Hvernig kemst ég út?

Umsóknarfrestur er:

       Sérpöntuð skipti: Fyrir ágústfund IFMSA

       Lausir samningar og sérpöntuð skipti (ef laust): 10. -30. september

       Eftir 1. október verða auglýstir lausir samningar eða laus pláss innan þess tímaramma sem nefndinni hentar.

Allir læknanemar á Íslandi eiga kost á að komast í skipti. Ef viðkomandi vill sérpanta samning til tiltekins land er mælst til þess að nemendur hafi samband við Alþjóðanefnd fyrir ágústfund sumarið áður en þeir hyggjast fara í skipti. Á ágústfundinum leitast síðan fulltrúar Alþjóðanefndar við að gera samning við þau lönd sem sérstaklega er óskað eftir.

Nemendur sem sækja um fyrir ágústfundinn þurfa að vera ákveðnir í að nýta þann samning og náist hann þurfa þeir að greiða umsóknargjaldið fyrir 1. nóvember, sama ár en eftir þann tíma verður samningur við viðkomandi land laus til umsóknar annarra nemenda.

Að auki geta læknanemar sótt um aðra lausa samninga þann 1. – 31. nóvember ef þeir eru í forgangshópi en annars 1. desember til 31. janúar.

Þeir sem teljast í forgangshópi eru stjórnarmeðlimir sem hafa verið virkir í starfi nefndarinnar, virkir tengiliðir og svo fólk sem hefur hjálpað Alþjóðanefnd að öðru leiti. Ástæðan fyrir forgangsröðuninni er að því miður er takmarkað magn af samningum í boði og á þennan hátt er hægt að úthluta þeim á sem sanngjarnastan hátt.

Þess vegna hvetjum við læknanema til að bjóða sig fram sem tengiliðir á vorin og vera duglegir í að taka þátt í sumarstarfi nefndarinnar. Þannig eru auknar líkur á að þið fáið að fara á draumastaðinn þegar að því kemur!

Ef að tveir eða fleiri einstaklingar sækjast eftir sama samning er farið eftir forgangsröðun sbr grein 8.3.1.

Umsóknin er á formi tölvupóstar til útskiptastjóra á neo@imsic.org, þar skal koma fram nafn og námsár, topp 3 lönd sem óskað er eftir og frekari útlistun á þáttöku í starfssemi nefndarinnar sbr. grein 8.4.1.

Vakinn er athygli á því að umsókn telst afgreidd 24 klst eftir að hún hefur verið send inn, eftir það verður hún ekki ógild þó svo að nemandi sem er ofar í forgangsröðinni sæki um samninginn.

Að öðru leiti vísum við á úthlutanarreglur í  lögum félagsins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s