Reynslusögur tengiliða

Berglind Anna MagnúsdóttirÉg vissi í rauninni ekkert hvað ég væri að fara út í þegar ég skráði mig sem tengilið sumarið 2013. En svo reyndist þetta vera rosalega gaman og ég sé engan veginn eftir því að hafa skráð mig og ef fólk hefur áhuga á því að fara út í skipti þá mæli ég eindregið með því að fólk skrái sig. Það voru vikuleg bjórkvöld og fleiri uppákomur í mánuðinum. Alþjóðakvöldið var mjög skemmtilegt þar sem bragðað var á mat frá heimalöndum læknanemana sem og íslenskur matur fyrir þau, íslenski maturinn vakti þó mismikla lukku. En það sem stóð upp úr var helgarferð á Snæfellsnesið. Markmiðið var auðvitað að túristast með þau um þetta fagra landsvæði, en ekki síður að hafa gaman saman. Það var mikið hlegið, drukkið og dansað fram undir morgun og kynntist maður fólkinu á annan hátt þessa helgi. Ég hefði alls ekki viljað missa af helgarferðinni, hún var algjör snilld. Ég er rosalega ánægð að hafa fengið tækifæri til þess að kynnast þessum krökkum, bæði skiptinemunum sem og læknanemum af öðrum árum. Það er til dæmis ekkert leiðinlegt að vita af heimboði í Egyptalandi eða í Japan og hver veit nema að maður nýtir sér það einn daginn.

-Berglind Anna Magnúsdóttir


Klara Gu_mundsdóttirÉg var tengiliður bæði sumarið 2012 og 2013 og algjör snilld í bæði skiptin! Það er allskonar dagskrá í gangi og djamm en eðli málsins samkvæmt eru skiptinemarnir líka flestir þyrstir í íslenska náttúru svo útivist og fjallgöngur eru eitthvað sem maður getur klárlega tekið sér fyrir hendur sem tengiliður. Snilldin við þetta er samt að maður tekur í raun þátt í þessu starfi af jafn miklum krafti og maður vill enda er lágmarkskrafan bara að maður komi skiptinemanum frá flugvellinum eða BSÍ þangað sem hann á að gista. En auðvitað dettur engum í hug að vera einhver lágmarks-tengiliður og allir kynnast fullt af fólki frá mismunandi heimshornum og skemmta sér vel. Sumarið 2012 fórum við með skiptinemana í Skaftafell þar sem stunduðum heilmikla útivist og skoðuðuðum auðvitað helstu staðina á suðurströndinni í leiðinni. Sumarið 2013 fórum við í sjúklega góða ferð um uppsveitir Suðurlands, skelltum okkur á hestbak, fórum í gönguferðir, kíktum í heita pottinn og drukkum sjúklega mikinn bjór! Fyrir utan þessar góðu ferðir eru allskonar kaffihúsakvöld, bjórkvöld, ísbíltúrar, Íslendingakvöld og alþjóðakvöld. Maður kynnist ekki bara erlendum læknanemum í þessu starfi heldur er þetta einnig kjörin leið til að kynnast íslenskum læknanemum á öðrum árum betur!

-Klara Guðmundsdóttir


valgerdurÉg var tengiliður í ágúst 2013 og það var mjög gaman. Ég hafði haft áhyggjur af því fyrirfram að þetta væri rosaleg skuldbinding en svo reyndist ekki vera. Hlutverk tengiliðs er að sjá um að koma sínum skiptinema til og frá flugvellinum, vera honum innan handar ef hann vantar upplýsingar og svo helst að reyna að mæta á sem flesta viðburði á vegum Alþjóðanefndar á meðan tengiliðurinn er á landinu. Ég og vinkona mín vorum báðar tengiliðir í ágúst og ákváðum að gera þetta svolítið saman. Við fórum saman og sóttum nemana upp á flugvöll og komum þeim á Vífilstaði og svo var ég í útlöndum þegar þeir fóru heim og þá gat hún séð um að skutla þeim á BSÍ, þannig að það reddaðist alveg. Við lentum eiginlega í fyrsta og eina veseninu þegar við vorum að sækja egypska skiptinemann upp á flugvöll því þegar við komum, akkúrat á réttum tíma, sáum við á töflu í flugstöðinni að fluginu hafði flýkkað um 2 klukkutíma en við sáum hvorki tangur né tetur af stelpunni. Við urðum dauðhræddar og sáum hana fyrir okkur týnda, ráfandi um hraunið en sem betur fer komumst við að því stuttu seinna að þetta var villa á töflunni og ekki leið á löngu þar til hún birtist og allt var í góðu. Það er ýmislegt skemmtilegt í gangi meðan skiptinemarnir eru á landinu og t.d. eru kaffihúsakvöld á fimmtudögum þar sem skiptinemar, tengiliðir og fleiri hittast og fá sér bjór. Svo er alltaf ein gistiferð þar sem landið er skoðað og brennivínið smakkað og sýndi þar feimni japanski skiptineminn á sér nýjar hliðar og stútaði hverju brennivínsskotinu á fætur öðru. Þar sem okkar nema langaði mjög að sjá Bláa lónið ákvaðum ég og vinkona mín að fara með þær í dagsferð í Bláa lónið sem var bara mjög huggulegt. Það er mjög skemmtileg og góð reynsla að taka á móti erlendum nemum sem hafa áhuga á að kynnast Íslandi og ekki skemmir fyrir að þetta opnar fyrir möguleika manns til að fara sjálfur í skipti.

-Valgerður Bjarnadóttir


lara“Ég var tengiliður sumarið 2011 og þegar ég skráði mig gerði ég mér engan veginn grein fyrir hversu skemmtilegt þetta myndi verða! Alþjóðanefnd stóð sig frábærlega í að halda utan um skiptinemana svo það var nóg af djammi,ferðum og fleira fjöri í boði fyrir skiptinemana og tengiliðina. Til dæmisvar farið var í hestaferð sem endaði í skemmtilegri blöndu af útilegu og salsaballi þar sem dansað var fram á nótt og svo var gítarinn dreginn fram eins og útilegum sæmir. Svo voru líka haldin hress partý í bænum t.d. íslenskt þema partý þar sem skiptinemarnir voru hræddir aðeins með hákarli, brennivíni og fleiri góðu. Þeir buðu okkur svo í partý þar sem boðið var upp á misgott gúmmelaði og áfengi frá heimalöndum þeirra. Þaðsem stóð samt upp úr var klárlega helgarferð til Vestmannaeyja sem vildi svo skemmtilega til að var einu sólarhelgina þar á ári. Við tönuðum (sólbrunnum væri samt réttara orð allavega fyrir okkur Íslendingana…), túristuðumst um Heimaey, tæmdum ÁTVR, grilluðum og djömmuðum útilegustyle með varðeld, gítar og öllu tilheyrandi. Ég mæli hiklaust með því að vera tengiliður því það er frábært tækifæri til þess að kynnast læknanemum frá öðrum löndum og skemmta sér með þeim, öðrum tengiliðum og Alþjóðanefnd í sól og sumarblíðu.”

-Lára Ósk Eggertsdóttir Claessen


alexander„Það er ekki beðið um mikið frá tengiliðum. Sækja skiptinemann þinn á BSÍ, keyra hann á gistipláss og svo mánuði seinna sækja hann og keyra á BSÍ. Fyrir þá sem hafa áhuga er hinsvegar hægt að fá mun meira út úr starfinu heldur en nokkur skutl milli BSÍ og gistipláss.Þar á meðal er Alþjóðakvöld þar sem skiptinemar elda fyrir okkur, Íslendingakvöld, þar sem við gefum þeim hefðbundinn íslenskan mat og Vestmannaeyjarferð þar sem við tökum túristarferð um eyjarnar, gistum í torfbæ og syngjum í kringum varðeld. Fyrir utan allt það starf sem alþjóðanefndin er með á sýnum snærum þá snýst tengiliðastarfið um alla skemmtilegu skiptinemana sem koma til Íslands af einverri furðulegri ástæðu. Hvort sem það var áhættufíkill frá Slovakíu, Orthodox kaþóliki frá Rúmeníu, samkynheigður fuglaáhugamaður frá Finnlandi eða félagsfælinn stelpa frá Taiwan þá lærði ég eitthvað af þeim og skemmti mér með þeim.”

-Alexander Elfarsson

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s