1) Auka og bæta samskipti við samstarfsaðila okkar
Eftirtaldir aðilar teljast samstarfsaðilar okkar: Landspítalinn, Læknadeild Háskóla Íslands, Félag læknanema, FINO (Federation of International Nordic medical students Organizations), IFMSA (International Federation of Medical Students Associations), Ástráður, Kennslu- og fræðsluráð, Bjargráður, Fulltrúaráð, Lýðheilsufélagið, Almenni lífeyrissjóðurinn, Össur.
Þessu markmiði hefur að hluta verið náð með núgildandi stofnsamningi milli LSH og Læknadeildar HÍ um starfsemi alþjóðanefndar. Við njótum einnig mikils velvilja hjá geðsviði LSH sem sér erlendum nemum fyrir húsakosti yfir skiptatímabilið. Við viljum kappkosta að taka áfram þátt í alþjóðlegu samstarfi læknanema bæði á FINO og IFMSA. Við viljum einnig auka samvinnu okkar með öðrum íslenskum læknanemafélögum. Þáttur í því væri að reyna að halda sameiginlega viðburði fyrir íslenska og erlenda læknanema næsta sumar í samvinnu við þau.
2) Vetrardagskrá alþjóðanefndar
Halda fundi með reglulegu millibili yfir veturinn, 2-3 vikna millibili reyna hafa tæpa viku í fyrirvara. Láta fundardagskrá vera komna inn amk daginn fyrir. Ákveða markmið/verkefni á hverjum fundi OG úthluta ábyrgðarmann! Skipa starfshópa með nokkrum nefndarmeðlimum til að vinna að afmörkuðum verkefnum t.d. academic quality.
3) Sumardagskrár alþjóðanefndar
Hér skiptir miklu máli að hafa nægan mannafla (og bíla!) til þess að sinna þeim verkefnum sem að koma upp. Þurfum að búa til dagskrá um vorið fyrir tengiliðaskráningu og senda nemunum það áður en þau koma til landsins. Skipa síðan ábyrgðamenn og reyna að tryggja að öll vinnan lendi ekki á fáum einstaklingum.
4) Nefndin
Stuðla að því að stjórnarmeðlimir hafi svigrúm og stuðning til þess að framkvæma eigin verkefni t.d. bingó. Starfið á að breytast með nýjum stjórnarmeðlimum þrátt fyrir að kjarnaverkefnin haldist. Mikilvægt að allir geti mótað starfið og komið með nýjar hugmyndir. Engir farþegar. Reyna að hafa fundi ekki lengri en 90 mín og helst 60 mín. Stuðla að samheldni, borða saman kökur og hafa partýfundi.
5) Gæði skiptinámsins/academic quality
Auka gæði skiptinámsins. E.t.v. hafa einn rannsóknardag í hvorum mánuði, hægt að fara hálfan og hálfan dag á Lífvísindasetur og Íslenska Erfðagreiningu. Ekki gefa viðurkenningarskjal (certificate) frá okkur nema að mæting hafi verið nægjanleg. Hvetja íslenska skiptinema sem að fara út til þess að fá viðurkenningarskjal fyrir skiptin.
6) Kannanir og gagnasöfnun
Mjög mikilvægt að halda því til haga hver fer hvert hvenær. Upplýsingar sem þarf að safna, taka saman og sýna: outgoing og incoming nemar síðustu ár. Nefndarmeðlimir, tengiliðir o.fl. Tengja við gögn frá fyrri árum.
Fá einnig reynslusögur frá íslenskum nemum sem hafa farið út í skipti um haustið. Reyna að safna amk 5-6 reynslusögum.
Framkvæma ánægjukönnun fyrir incoming nema að loknum skiptunum. Stefnum á að meðaltalsánægja í könnun bæði júlí og ágúst hóps sé yfir ⅗ í lok árs hjá incomings students.
Birta skýrslu í lok árs með tölulegum upplýsingum um incomings og outgoings síðustu 5 ár. Söfnun þessara gagna er fyrst og fremst á ábyrgð ritarans.
7) Vera sýnileg – PR mál
Vera aktíf á facebook og imsic.org. Nýtt logo. Gefa út stuttar fundargerðir yfir skiptatímann eins og FL. AL vs IMSIC.
9) Ábyrgur rekstur
Koma okkur inn í fjárlög hjá utanríkisráðuneytinu eða velferðarráðuneytinu. Gæti orðið löng leið svo mikilvægt að byrja strax á því. Búa til rekstraráætlun fyrir komandi starfsár. Ætlum að koma út í 0-100 þús. kr. í gróða.
10) Gríðarlega öflugt félag
11 mjög mótiveraðir nefndarmeðlimir sem skuldbinda sig í ár að fórna sínum tíma og sinni vinnu. Milli 10-20 íslenskir læknanemar sem helga heilan mánuð úr sínu sumri til að fara út og taka þátt í SCOPE skiptum. Um 20 tengiliðir sem eru til í að mæta á viðburði og hafa gaman. Aðrir peppaðir læknanemar sem að mæta í ferðir og hjálpa til. Aðrir velunnarar hjá LSH sem að leggja vinnu af hendi til þess að þetta gangi upp. Ótilgreindir læknar og aðrir á deildunum sem að sjá um nemana okkar.